Nikon Imaging | Ísland | Europe

13-10-2017

Nikon D850 fær hæstu DxOMark-einkunn sem gefin hefur verið fyrir „full-frame“ D-SLR-myndflögu, 100 stig

Amsterdam, Hollandi, 13. október 2017: Nikon er sönn ánægja að tilkynna að Nikon D850 fékk hæstu einkunn sem DxOMark hefur gefið fyrir „full-frame“ D-SLR-myndflögu, 100 stig.

D850, sem er fyrsta D-SLR-myndavél Nikon með baklýstri „full-frame“ CMOS-myndflögu á FX-sniði með mjög hárri 45,7 MP upplausn, náði meteinkunn eftir gagngerar prófanir hjá DxOMark.

Greining DxOMark leggur áherslu á frábær myndgæði og ISO-afköst myndavélarinnar. Þar segir að notkun fyrstu BSI-myndflögu í „full-frame“ Nikon D-SLR-myndavél með mjög hárri 45,7 MP upplausn skili sér í myndgæðum í Nikon D850 sem séu að minnsta kosti sambærileg, og oft betri, en í myndavélum á medium-sniði og að búnaðurinn tryggi að Nikon D850 er alveg sér á báti.

Dirk Jasper, vörustjóri hjá Nikon Europe, segir: „D850 hefur sett ný viðmið fyrir myndgæði og það er okkur sönn ánægja að hún hafi fengið hæstu DxOMark-einkunn sem hingað til hefur verið gefin.“

DxOMark er viðurkenndur staðall innan iðnaðarins fyrir óháða greiningu á linsugæðum og mat á myndavélum, linsum og snjallsímum. Heildareinkunn DxOMark fyrir myndflögur er byggð á þrenns konar prófunum, þar á meðal litadýpt í andlitsmyndum, styrkleikasviði í landslagsmyndum og lítilli ISO-lýsingu í íþrótta- og náttúrulífsmyndatöku og hraðri myndtöku.

Einkunn upp á 100 er viðeigandi þar sem Nikon heldur upp á 100 ára afmæli fyrirtækisins á þessu ári.

Dóm DxOMark er hægt að lesa í heild sinni hér.

Frekari upplýsingar um margverðlaunaðar vörur Nikon má finna á www.europe-nikon.com.