Nikon Imaging | Ísland | Europe

04-10-2017

Götulíf í gegnum linsuna

Nikon birtir nýja myndaröð frá Barcelona til að hvetja áhugamenn í götuljósmyndun

Amsterdam, Hollandi, 4. október 2017 – Nikon birtir sérstaka myndaröð í dag eftir að hafa falið spænska ljósmyndaranum Ibai Acevedo það verkefni að taka myndir á fimm mismunandi stöðum með fimm NIKKOR-linsum með fastri brennivídd á einum degi í heimaborg hans, Barcelona.

Borgarlandslag Barcelona er einstök blanda af fallegum ströndum, nútímalegum arkitektúr og gotneskri fortíð borgarinnar. Myndaröðin inniheldur stórkostlegar myndir af Barcelonetas, Sagrada Familia, Las Ramblas, gotneska hverfinu og Tibidabo. Hverju svæði var úthlutuð sérstök linsa með fastri brennivídd til að sýna hvernig þær gætu gert hversdagslega götuljósmyndun frábæra.

Ibai Acevedo: Nikon D750, AF-S NIKKOR 24mm f/1.4G ED

Ibai Acevedo: Nikon D750, AF-S NIKKOR 50mm f/1.4G

Ibai tók myndirnar í röðinni með Nikon D750-myndavél og eftirfarandi NIKKOR-linsum með fastri brennivídd:
- AF-S NIKKOR 24mm f/1.4G ED: Gleitt horn linsunnar og grunn dýptarskerpa gerðu það að verkum að hún var fullkomin til að taka myndir af þessari frægu strönd Barcelona. Linsan gerði Ibai kleift að fanga stemninguna og andrúmsloft Barcelonetas án bjögunar og hún skilar góðri skerpu jafnvel í mikilli birtu.
- AF-S NIKKOR 35mm f/1.4G: Linsan skarar framúr með því að fanga í senn grunna dýptarskerpu og gleiðhorn og skilar jafnframt miklum myndgæðum við myndatöku í lítilli birtu. Þetta sést á mynd Ibai af fræga kennileitinu Sagrada Familia, sem endurspeglast í stöðuvatni í grenndinni, en myndin lítur nánast út eins og málverk.
- AF-S NIKKOR 58mm f/1.4G: Linsan var fullkomin til að afmarka fallega mynd úr mannhafinu á Las Ramblas. Ljósop linsunnar skilar einstakri dýptarskerpu sem gefur glæsilega áferð og gerir bakgrunn myndarinnar óskýran.
- AF-S NIKKOR 85mm f/1.4G: Þessi linsa hentar einstaklega vel fyrir andlitsmyndir þar sem hún nær að fanga mjög skýr smáatriði. Með henni má beita mjúkum „bokeh“-áhrifum til að stýra athygli áhorfandans. Í gotneska hverfinu var látið reyna á þessa eiginleika.
- AF-S NIKKOR 50mm f/1.4G: Þessi linsa hentar einstaklega vel til myndatöku í lítilli birtu og lagar sig vel að breytilegum birtuskilyrðum. Af þeim sökum hentaði hún vel til að fanga bæði kirkjuna og sólsetrið yfir Tibidabo.

Ibai Acevedo hafði þetta að segja um upplifun sína: „Fyrir mér snýst götuljósmyndun um að taka áhættu og reyna að fanga eitthvað óvenjulegt eða tímabundið. Ég er alltaf með augun opin og reyni að nýta hvert tækifæri sem gefst. Sveigjanleiki er mjög mikilvægur – fegurð ljósmyndunar felst í því að fanga eitthvað einstakt á því augnabliki. Þættir á borð við breytilega birtu og veðurskilyrði skapa endalausar áskoranir og tækifæri fyrir ljósmyndara, en þótt þú sért á réttum stað og notir skapandi myndbyggingu nærðu aðeins takmörkuðum árangri ef þú ert ekki með réttu linsuna.“

Ibai Acevedo: Nikon D750, AF-S NIKKOR 85mm f/1.4G

Ibai Acevedo: Nikon D750, AF-S NIKKOR 58mm f/1.4G

Ibai Acevedo: Nikon D750, AF-S NIKKOR 35mm f/1.4G

Ibai Acevedo: Nikon D750, AF-S NIKKOR 35mm f/1.4G

Myndband

Fylgstu með Ibai á tökustað í heimaborg sinni, Barcelona, og kynntu þér betur hvernig nota á NIKKOR-linsur með fastri brennivídd í þessari röð kennslumyndbanda: http://bit.ly/nikon_ltal

Búnaðurinn

Ibai Acevedo notaði eftirfarandi búnað í myndatökunni:
Nikon D750
AF-S NIKKOR 24mm f/1.4G ED
AF-S NIKKOR 35mm f/1.4G
AF-S NIKKOR 58mm f/1.4G
AF-S NIKKOR 85mm f/1.4G
AF-S NIKKOR 50mm f/1.4G