Nikon Imaging | Ísland | Europe

30-08-2017

Ljósmyndasýning Nikon Photo Contest 2016-2017 fer á flakk

Amsterdam, Hollandi, 30. ágúst 2017: Ljósmyndasýning Nikon Photo Contest 2016-2017, með verkum allra vinningshafa keppninnar, mun ferðast til níu stórborga víða um heim. Sýningin er nú þegar hafin í Japan og fer svo til Kína, Indlands, Tékklands, Frakklands og Bretlands.

Ljósmyndasamkeppnin Nikon Photo Contest hefur verið haldin síðan árið 1969 til að veita ljósmyndurum víðs vegar að úr heiminum, jafnt fagfólki sem áhugaljósmyndurum, tækifæri til að kynna sig og auðga um leið myndsköpunarmenninguna. Í keppnina bárust 76.356 innsendingar frá 21.511 manns í 170 löndum og landsvæðum um allan heim, og er þetta met í fjölda þeirra landa sem innsendar myndir berast frá. Verðlaunaafhendingin fyrir aðalverðlaunin, afmælisverðlaunin „Nikon 100th Anniversary Prize“ og þátttakendaverðlaunin „Award for the Most Popular Entry“ var haldin í Shinagawa Intercity Hall í Tókýó fimmtudaginn 27. júlí 2017.

(Frá vinstri)
Dómari: Miho Odaka; sigurvegari „Award for the Most Popular Entry“: Dorte Verner; sigurvegari „Nikon 100th Anniversary Prize“: Annamaria Bruni; sigurvegari aðalverðlaunanna: Yuanyuan Tian; yfirdómari: Neville Brody

Sýningaráætlun
Tékkland
Prag: 2. október til 30. október 2017 í NIKON PHOTO GALLERY
http://www.nikonphotogallery.cz/

Frakkland
París: 9. nóvember til 13. nóvember 2017 í Porte de Versailles
https://en.lesalondelaphoto.com/Useful-info/Dates-Venue

Bretland
London: 1. desember til 31. desember 2017 í Center of Excellence

Nánari upplýsingar http://www.nikon-photocontest.com/en/