Nikon Imaging | Ísland | Europe

15-08-2017

Nikon D7500 vinnur til EISA-verðlaunanna „Best Prosumer DSLR Camera 2017-2018“

Amsterdam, Hollandi, 15. ágúst 2017: Nikon er sönn ánægja að kynna að Nikon D7500 hefur unnið verðlaunin „European Prosumer DSLR Camera 2017-2018“, sem veitt eru af EISA (European Imaging and Sound Association). Verðlaununum er úthlutað af dómnefnd sérfróðra fagmanna frá fagtímaritum EISA og er viðeigandi virðingarvottur við framsækna tæknihönnun og frábæra frammistöðu D7500-myndavélarinnar.

Umsögn EISA um Nikon D7500 – handhafa verðlaunanna „EISA Prosumer DSLR Camera 2017-2018“

D7500 er háþróuð DSLR-myndavél sem státar af léttu, sterkbyggðu og ódýrara húsi sem inniheldur þó allar helstu og mikilsmetnu nýjungarnar úr hinni rómuðu D500. Þar sem D7500-vélin notar sömu 20,9 milljón pixla myndflöguna, sama myndvinnslubúnað og breiða ISO-sviðið og D500 er óhætt að segja að hún sé bæði öflugt og fjölhæft verkfæri í höndum ljósmyndarans. Hún nær að taka myndaröð með átta römmum á sekúndu og 51 punkta AF-kerfið frá Nikon hentar sérlega vel til að fanga hraða atburðarás. Flutningur mynda yfir í snjalltæki er enn fremur hraður og hnökralaus, þökk sé SnapBridge-tækninni frá Nikon.

EISA stendur fyrir einstaka samvinnu 50 sérfræðitímarita sem fjalla um allar hliðar tækni sem viðkemur hljóð- og kvikmyndagerð, heimabíókerfum, upplýsinga- og afþreyingarkerfum í bílum, ljósmyndun og farsímabúnaði. Meðlimir EISA koma nú frá yfir 23 Evrópulöndum og árlega verðlaunaafhendingin hefur verið haldin í meira en 30 ár. En henni er ætlað að vekja athygli á besta rafbúnaðinum á markaðnum hverju sinni.

www.eisa.eu