Nikon Imaging | Ísland | Europe

24-08-2017

Snilldin er mætt á svæðið. Tækifæri til að skara fram úr með D850 með mjög hárri upplausn

Amsterdam, Hollandi, 24. ágúst 2017 – Nikon kynnir D850-vélina sem skilar „full-frame“-ljósmyndurum hinni fullkomnu blöndu af upplausn, hraða og ljósnæmi. Hvort sem er í stúdíóinu eða á afskekktustu stöðum heims er þessi DSLR-vél með FX-sniði ekki bara afar skilvirk – hún skilar líka gæðum á áður óþekktu stigi.

D850-vélin veitir ljósmyndurum sem vinna á samkeppnismarkaði nauðsynlegan sveigjanleika til að skara fram úr, hvort sem þeir vinna með náttúruna, íþróttaljósmyndun, brúðkaupsmyndir, tískuljósmyndun eða kvikmyndagerð. Hröð myndflaga vélarinnar er með FX-sniði og afar hárri upplausn og hún notar 45,7 megapixla af virkri upplausn til að skila 45,4 MP skrám. Ný samsetning á samfelldum linsum í flögu skilar framúrskarandi smáatriðum og óviðjafnanlegu virku sviði. Rammatíðni er aukin upp í allt að níu ramma á sekúndu þegar notaður er MB-D18 fjölvirkur rafhlöðubúnaður (aukabúnaður). Kvikmyndagerðarmenn geta nú tekið upp „full-frame“-kvikmyndir í 4K-gæðum án skurðarstuðuls, en með þessu opnast fyrir ýmsa möguleika þegar tekið er með Nikon-linsum með fastri brennivídd. Auk þess er hægt að taka upp Time-lapse kvikmyndir í 4K-gæðum í vélinni.

Meðal annarra eiginleika sem gera vélina sveigjanlegri má nefna val um að taka RAW-myndir í stærðunum Large (stór), Medium (meðalstór) og Small (lítil). Stillingin „Hljóðlaus myndataka“ skilar sérlega skarpri myndatöku í hárri upplausn og alfarið án suðs í lokara. Hægt er að nota nákvæma AF-stillingu í myndatöku með skjá fyrir makróljósmyndun. Þetta er einnig fyrsta DSLR-vélin með stillingu fyrir fókusblöndun í vélinni, sem skilar sérlega skörpum myndum með mikilli dýptarskerpu.

Dirk Jasper, markaðsstjóri hjá Nikon Europe, segir: „D850-vélin er svo fjölhæf að þetta er eins og að fá þrjár myndavélar í einni. D850 skarar alltaf fram úr, hvort sem þú þarft sveigjanleika í megapixlum, skráarstærð, hraða eða ISO-gildum. Þetta er snilldarfjárfesting fyrir ljósmyndara sem vilja alltaf geta skilað sínu allra besta.“

Samantekt á helstu eiginleikum

- Upplausn: 45,7 megapixlar í virkri upplausn. 45,4 MP skrár með einstökum smáatriðum. Baklýst CMOS-myndflaga á FX-sniði með engu optísku lágtíðnihliði.
- Hraði: sjö rammar á sekúndu í myndatöku. Einnig er hægt að taka myndir í fullri upplausn á níu römmum á sekúndu með því að nota MB-D18 fjölvirka rafhlöðubúnaðinn (aukabúnaður) með EN-EL18B rafhlöðunni.
- Ljósnæmi: öflugur EXPEED 5 myndvinnslubúnaður skilar sérlega hreinum myndum á ISO-sviðinu 64–25600, sem auka má úr 32 í 102400 (jafngildi). Allt ISO-sviðið er einnig í boði við kvikmyndatöku í 4K-gæðum.
- Nákvæmni: sama framúrskarandi 153 punkta AF-kerfið og í flaggskipinu D5 skilar ljósnæmi niður í -4 EV við miðjupunktinn (ISO 100, 20 °C). Ljósmæling niður í -3 EV opnar fyrir nákvæma sjálfvirka lýsingu, jafnvel þegar eini ljósgjafinn er tunglskinið.
- 4K-kvikmyndir með engum skurðarstuðli: hægt að taka upp „full-frame“ 4K/UHD-kvikmyndir í 30p, án takmarkana vegna skurðarstuðuls. Meira en þriggja klukkustunda myndataka með MB-D18 fjölvirkum rafhlöðubúnaði.
- Time-lapse kvikmyndir í 4K-gæðum í myndavélinni: hægt er að taka upp Time-lapse kvikmyndir í 4K-gæðum í myndavélinni og nýta 45,7 megapixlana í D850-vélinni til að skapa magnaðar 8K-kvikmyndir í Time-lapse í eftirvinnslunni.
- Sveigjanleiki í RAW-stærðum: hægt er að taka myndir í RAW-stærðunum Large (stór) 45,4 MP, Medium (meðalstór) 25,6 MP eða Small (lítil) 11,4 MP (bæði Medium og Small eru með 12 bita taplausri þjöppun).
- Þolir allar aðstæður: sérlega öflugar þéttingar gera að verkum að D850-vélin þolir hvers kyns veðurfar. Sams konar hnappalýsing og á D5-vélinni frá Nikon tryggir þægilega meðhöndlun þegar myrkrið skellur á.
- Hraðvirkir geymslumiðlar: tvöföld minniskortarauf svo hægt er að nota UHS-II SD-kort og XQD-kort – hröðustu samsetningu sem þekkist.