Nikon Imaging | Ísland | Europe

06-07-2017

Sigurvegarar ljósmyndakeppninnar „Nikon Photo Contest 2016-2017“ tilkynntir

Amsterdam, Hollandi, 6. júlí 2017: Nikon afhjúpar með ánægju sigurvegara ljósmyndakeppninnar „Nikon Photo Contest 2016-2017“. Ljósmyndakeppnin „Nikon Photo Contest“ hefur verið haldin frá árinu 1969 og er ein af virtustu alþjóðlegu ljósmyndasamkeppnum heims. Á þessu ári voru kynnt til leiks sérstök 100 ára afmælisverðlaun með þemanu „Celebration“ til að fagna 100 ára afmæli Nikon.

Alls sendu 21.511 ljósmyndarar frá 170 löndum og svæðum inn 76.356 verk í keppnina, sem er nýtt met í keppninni hvað varðar fjölda landa og svæða sem verkin bárust frá.

Sigurvegarar ljósmyndarkeppninnar „Nikon Photo Contest 2016-2017“

Afmælisverðlaunin „Nikon 100th Anniversary Prize“: Greeting to the Sun

Annamaria Bruni (Ítalía)

Verðlaunin „Grand Prize“: 休 (Break Time)

Yuanyuan Tian (Kína)

Verðlaunin „Award for the Most Popular Entry“: Disappearing fishing method by Moken

Dorte Verner (Bandaríkin)

Sigurvegararnir voru valdir af alþjóðlegri dómnefnd fagfólks af ýmsum sviðum með hinn heimsfræga grafíska hönnuð og listræna stjórnanda Neville Brody í fararbroddi, en hann segir: „Verkin sem send voru inn voru mjög fjölbreytt hvað varðar viðfangsefni og áhuga: Sum voru glaðleg og ljósmyndarinn hlutlaus áhorfandi, en stór hluti þeirra var pólitískur eða heimspekilegur. Sigurvegararnir sjálfir endurspegla jafnvægi á milli listrænnar sköpunar og hæfni til að segja sögu. Alþjóðleg áhyggjuefni og vandamál eru fönguð og túlkuð með einföldu raunsæi – myndir sem hjálpa okkur að skilja betur hver við erum og sýna okkur sannleikann um heiminn sem við búum í.“

Ásamt því að velja einn sigurvegara ljósmyndakeppninnar „Nikon 100th Anniversary Prize“ og einn sigurvegara sem hlaut „Grand Prize“-verðlaunin úr verkum sem send voru inn í hinum tveimur flokkunum veittu dómararnir fyrstu, önnur og þriðju verðlaun í hverjum flokki og fyrir hvert snið (stök mynd/myndasaga/myndband). Einnig völdu þátttakendur keppninnar eitt verk sem fékk verðlaunin „Award for the Most Popular Entry“.

Allar myndirnar sem unnu til verðlauna og upplýsingar um þær má finna á vefsvæði ljósmyndakeppninnar „Nikon Photo Contest 2016-2017“.