Nikon Imaging | Ísland | Europe

25-07-2017

Þróun stafrænu SLR-myndavélarinnar Nikon D850

Amsterdam, Hollandi, 25. júlí 2017 – Nikon er sönn ánægja að tilkynna þróun næstu kynslóðar hraðvirkra, stafrænna SLR-myndavéla með „full-frame“ með væntanlegri útgáfu Nikon D850-myndavélarinnar sem lengi hefur verið beðið eftir.

D850-myndavélin verður frábært verkfæri fyrir þá sem gera miklar kröfur um einstök myndgæði og fjölhæfni, þ.m.t. upprennandi ljósmyndara, atvinnuljósmyndara og áhugaljósmyndara sem mynda landslag, íþróttir, tísku og brúðkaup, auk framleiðenda margmiðlunarefnis.

D850-vélin er næsta útgáfa af D810-myndavélinni, sem hlaut mikið lof fyrir mjög skarpa og skýra myndþýðingu og skær tónablæbrigði. Þessi öfluga stafræna SLR-myndavél á FX-sniði er hönnuð með fjölmörgum nýjum tæknieiginleikum, búnaði og bættum afköstum sem eru bein afleiðing af athugasemdum frá notendum í gegnum árin, sem krefjast þess að fá besta myndavélabúnaðinn sem hugsast getur.

D850-myndavélin fer fram úr væntingum þeirra fjölmörgu ljósmyndara sem sækjast eftir hárri upplausn og miklum hraða sem eingöngu Nikon-myndavél í þessum gæðaflokki býður upp á, í samspili við NIKKOR-linsur.

*Upplýsingar um útgáfu þessarar vöru verða birtar síðar.