Nikon Imaging | Ísland | Europe

18-07-2017

Að komast í gegnum ringulreiðina í Tókýó

Nikon birtir nýja röð ferðamynda, þar sem alhliða aðdráttarlinsur hafa verið notaðar til að fanga lykilatriði sem lýsa ringulreið stórborgarinnar Tókýó

Amsterdam, Niðurlöndum, 18. júlí 2017 – einstök lína ljósmynda, sem birt er í dag, sýnir ferðaljósmyndarann Lukasz Palka fanga kjarna Tókýó-borgar - sem er stærsta borg heims og fæðingarstaður Nikon. Ljósmyndarinn kemst í gegnum ringulreiðina og beinir sjónum sínum að þeim þáttum sem gera borgina svo sérstaka.

Um leið og Nikon fagnar 100 ára afmæli á þessu ári*, sýna myndirnar getu Nikon til að fanga myndir með alhliða aðdráttarlinsum sínum sem fanga einstök smáatriði innan um ringulreið og mannfjölda. NIKKOR-linsurnar, sem eru kjörnar til ferðaljósmyndunar, gera Lukasz kleift að taka ótrúlegar ljósmyndir sem lýsa andartökum friðar innan um ringulreiðina í heimaborg Nikon. Næturlífið sem skartar neonljósum skapar einstakt jafnvægi á milli hefðar og nútíma. Ótrúlegt borgarlandslagið gerir Tókýó að himnaríki fyrir ferðaljósmyndara og skapar réttar aðstæður fyrir myndatökuna.

Myndirnar í röðinni ná allt frá mannfjölda við Shibua-gatnamótin til hæðar Mori-turns, og á leiðinni hittum við Búddamunka og kynnumst götulífi Tókýó-borgar.

Lukasz Palka: D5, AF-S NIKKOR 24-120mm f/4G ED VR

Lukasz Palka: D500, AF-S DX NIKKOR 18-300mm f/3.5-6.3G ED VR

Lukasz tók ljósmyndirnar með því að nota D5, D500 og D7500 og eftirfarandi NIKKOR-linsur:
AF-S DX NIKKOR 18-300mm f/3.5-6.3G ED VR: Þessi ótrúlega smáa linsa, sem hægt er að ganga um með, er kjörin fyrir þá sem vilja ferðast með lítinn farangur án þess að fórna gæðum ljósmynda eða án þess að fórna getunni til að fanga ólík sjónarhorn. Linsan sem innifelur titringsjöfnunarkerfi Nikon, skilar skýrum myndum jafnvel þegar myndir eru teknar fríhendis og ofurnæma aðdráttarlinsan er notuð til hins ítrasta
AF-S NIKKOR 24-120mm f/4G ED VR: Fyrirferðarlítil og til margra hluta nytsamleg 5x aðdráttarlinsan skilar framúrskarandi skýrum myndum, jafnvel við léleg birtuskilyrði. Nanókristalhúð linsunnar dregur verulega úr draugum og ljósdraugum
AF-S NIKKOR 28-300mm f/3.5-5.6G ED VR: Þessi sterka FX aðdráttarlinsa sem er með notadrjúgri gleiðhornastillingu yfir í aðdrátt býður upp á gríðarlegan 10,7x aðdrátt og gleitt 28-300 mm fókussvið sem nær auðveldlega yfir þær brennivíddir sem eru mest notaðar. Þessir eiginleikar gera linsuna kjörna fyrir ferðaljósmyndara sem leita að hæstu gæðum en með sem minnstri fyrirferð
AF-S NIKKOR 80-400mm f/4.5-5.6G ED VR: Þessi afkastamikla aðdráttarlinsa til notkunar með SLR-vélum á FX-sniði býður upp á umfangsmikið fókussvið sem er kjörið til myndatöku á landslagi. Hún skartar einnig titringsjöfnunarkerfi Nikon (VR) sem gerir þér kleift að taka myndir sem hafa minni lokarahraða sem nemur allt að fjórum stoppum. Þannig nást einstaklega skarpar og stöðugar myndir þegar tekið er fríhendis

Lukasz Palka sagði um reynslu sína: „Sem ferðaljósmyndari leita ég að þolnum búnaði sem er til margra hluta nytsamlegur og sem tryggir að ég get tekið fjölbreyttar tegundir mynda með því að nota einungis eina myndavél og eina linsu. Tókýó býður upp á gríðarlega margar tegundir myndatöku, og sérhver þessara fjögurra linsa sem ég notaði til þessarar myndatöku gáfu mér möguleika á því að komast í gegnum ringulreið þessarar ótrúlegu borgar og fanga þau lykilatriði borgarinnar sem gera hana svo sérstaka. Ljósmyndirnar sem urðu til endurspegla ástríðu mína; að gefa fólki innsýn inn í þessa ótrúlegu borg frá nýjum sjónarhóli.“

Lukasz Palka: D5, AF-S NIKKOR 80-400mm f/4.5-5.6G ED

Lukasz Palka: D5, AF-S NIKKOR 24-120mm f/4G ED VR

Lukasz Palka: D7500, AF-S DX NIKKOR 18-300mm f/3.5-6.3G ED VR

Lukasz Palka: D5, AF-S NIKKOR 28-300mm f/3.5-5.6G ED VR

Settið

Á meðan á tökum stóð notaði Lukasz Palka eftirfarandi Nikon-búnað:
• D5
• D500
• D7500
• AF-S DX NIKKOR 18-300mm f/3.5-6.3G ED VR
• AF-S NIKKOR 24-120mm f/4G ED VR
• AF-S NIKKOR 28-300mm f/3.5-5.6G ED VR
• AF-S NIKKOR 80-400mm f/4.5-5.6G ED VR

Sjáðu núna hvernig skal nota alhliða NIKKOR-aðdráttarlinsurnar í þessari röð hagnýtra kennslumyndskeiða.

Ljósmyndarinn

Lukasz Palka er fæddur í Póllandi, alinn upp í BNA og hefur búið í Japan síðan árið 2008. Hann hefur unnið til verðlauna sem ljósmyndari og sérhæfir sig í því að fanga allar hinar mismunandi hliðar stórborgarinnar Tókýó; fólkið, innviðina og allar þær endalausu sögur sem eiga sér stað á götum borgarinnar. Hann er annar stofnenda EYExplore Inc., sem er fyrirtæki í Japan sem skipuleggur ævintýralegar ljósmyndaferðir og kennslu í Tókýó, Kýótó, and Ósaka.

Ljósmyndastarf hans miðar að einu markmiði: Að skapa persónulega mynd af stórfenglegri borg.

https://www.lkazphoto.com/

*25th July 2017