Nikon Imaging | Ísland | Europe

30-06-2017

Vincent Munier, sendiherra Nikon, tekur myndir af snæhlébörðum í útrýmingarhættu

Náttúruundur Tíbet dregin fram í dagsljósið þrátt fyrir 5.000 m hæð yfir sjávarmáli, kulda niður í -35 °C og landfræðipólitískan óstöðugleika

Amsterdam, Hollandi, 30. júní 2017 – Evrópusendiherra Nikon og dýralífsljósmyndarinn Vincent Munier hefur nýlokið afar metnaðarfullu verkefni við ljósmyndun dýra í mikilli útrýmingarhættu í Tíbet. Vincent ferðaðist í mikilli hæð yfir sjávarmáli í hörkufrosti og torfæru landslagi búinn tjaldi, hlýjum fatnaði, Nikon D5- og D500-myndavélunum sínum og NIKKOR-linsum í því skyni að taka myndir af þessu nokkuð óþekkta og ókannaða svæði.

Vincent tók myndir af margs konar dýrum, þar á meðal villtum jakuxum, tíbeskum gasellum og antílópum, tíbeskum sandrefum og pallasköttum, en meginmarkmiðið var að mynda hinn afskaplega einangraða og myndavélafælna snæhlébarða – dýr sem er í mikilli útrýmingarhættu vegna loftslagsbreytinga.

Fjarlægðin á milli manns og náttúru minnkuð

Tíbet er óaðgengilegur staður – bæði frá landfræðipólitísku sjónarmiði og einnig af praktískum ástæðum – vegna þess hversu hátt yfir sjávarmáli það liggur. Vincent naut aðstoðar tíbesks leiðsögumanns við að komast að nokkrum afskekktustu og ósnortnustu stöðum svæðisins, sem liggja í allt að 5.000 metra hæð yfir sjávarmáli.

„Það eru forvitnin og ævintýraþorstinn sem reka mig áfram í starfinu og þess vegna buðu veðurskilyrðin og sjaldgæft dýralífið í Tíbet upp á fullkomið tækifæri fyrir mig,“ segir Munier. „Þegar maður vinnur við svona erfið skilyrði er nauðsynlegt að vera með bestu myndavélina og linsurnar til að missa aldrei af neinu. Ég hef notað búnað frá Nikon síðan ég var tólf ára. Í þessari ferð þurfti ég áreiðanlega myndavél eins og Nikon D5, uppáhaldsmyndavélina mína, og líka handhæga myndavél eins og Nikon D500. Þá voru linsurnar AF-S NIKKOR 800mm f/5.6E FL ED VR og AF-S NIKKOR 24-120mm f/4G ED VR líka lykilatriði til að ég gæti fangað gæðamyndir úr fjarlægð.“

Vitundin um fælnasta rándýr heimsins aukin

Villtum snæhlébörðum í náttúrunni er talið hafa fækkað um a.m.k. 20% á innan við tveimur áratugum¹. Snæhlébarðinn er nú þegar í útrýmingarhættu en náttúruverndarsinnar hafa nú auknar áhyggjur af framtíð hans í kjölfar birtingar á nýlegum upptökum af venjulegum hlébörðum² sem deila sömu heimkynnum á tíbesku hásléttunni.

Vincent þurfti að heimsækja Tíbet þrisvar áður en hann fann snæhlébarðann. Felulitir hans og varkárni gera að verkum að erfitt er að koma auga á hann. Í þessari þriðju ferð tókst honum að halda sig nærri móður með hvolp í tvo daga og nota rétta myndavélarhúsið og linsurnar til að mynda þau á veiðum saman.

„Samband okkar við náttúruna er undarlegt – það er gjá á milli,“ heldur Munier áfram. „Þegar ég er að vinna að verkefnum vil ég gjarnan fara alla leið til þess að reyna að brúa þetta bil. Það er ekki auðvelt og oft er ég hræddur við landslagið, veðráttuna og jafnvel dýrin. En það skiptir miklu að mennirnir skilji að við erum ekki drottnarar heimsins. Mér finnst mikils virði að geta snúið reglulega aftur til náttúrunnar og lifað án allra þæginda heimilisins, upplifað sömu skilyrði og þessi dýr.“

Evrópusendiherrar Nikon

Evrópusendiherrar Nikon eru hæfileika- og áhrifaríkir listamenn í myndgerð sem nota nýjustu tækni greinarinnar og skilning á félagslegum stefnum til að sýna núverandi tímaskeið. Nikon skoraði á Vincent að gera draumaljósmyndaverkefnið sitt að veruleika og byggja á þeirri alþjóðlegu viðurkenningu sem hann hefur hlotið sem frumkvöðull í dýralífsljósmyndun.

Frekari upplýsingar um verkefni Vincents fást á sérverkefnissíðunni hans.

Settið

Vincent notaði eftirfarandi búnað í verkefninu:

• AF-S NIKKOR 800mm f/5.6E FL ED VR 
• AF-S NIKKOR 24-120mm f/4G ED VR 
• AF-S NIKKOR 70-200mm f/2.8E FL ED VR 
• D5 
• D500

Um Vincent

Vincent Munier er ljósmyndari sem sérhæfir sig í dýralífs- og náttúrumyndatöku. Hann fæddist í Vosges-héraði í Frakklandi og ástríða hans fyrir ljósmyndun hófst þegar hann var tólf ára gamall og eyddi stórum hluta æsku sinnar í að mynda dýralífið í skógunum í nágrenni við heimili sitt. Vincent er fyrsti ljósmyndarinn sem hefur hlotið „Erik Hosking-verðlaunin“ sem dýralífsljósmyndari ársins hjá BBC þrisvar sinnum í röð. Myndirnar hans eru sýndar í listgalleríum og hafa birst í virtum tímaritum á alþjóðavettvangi.

Allar myndir eru í eigu © Vincent Munier.


¹https://www.wwf.org.uk/wildlife/snow-leopards
²http://www.bbc.co.uk/news/science-environment-38610862