Nikon Imaging | Ísland | Europe

15-06-2017

Minningarlíkön og -vörur í tilefni 100 ára afmælis Nikon nú til sölu

Amsterdam, Hollandi, 15. júní 2017: Nikon kynnir með ánægju fjölda minningarlíkana og -vara í tilefni 100 ára afmælis síns þann 25. júlí 2017. Opinberar Nikon-verslanir munu taka við pöntunum á þessum minningarlíkönum og -vörum frá og með deginum í dag, 15. júní. Tekið verður við pöntunum út 31. ágúst 2017.

Vinsamlegast skoðið 100 ára afmælisvefsvæðið til að sjá allar upplýsingar og viðurkennda samstarfsaðila Nikon í smásölu.

100 ára afmælisútgáfur

D5 100th Anniversary Edition

Minningarútgáfan af D5, flaggskipi Nikon í stafrænum spegilmyndavélum, er með grásanseraða áferð og stimpil á botninum sem nefnir framlag Nikon til rannsóknar og könnunar geimsins. Einnig fylgir með afmælisbæklingur þar sem þetta framlag er ítarlega útlistað.

D500 100th Anniversary Edition

Afmælisútgáfan af D500, sem inniheldur sérstaka afmælishönnun, kemur í sérstöku málmskríni með ígröfnu minningarmyndmerki og raðnúmeri. Einnig kemur hún með loki á hús og leðuról með upphleyptu minningarmyndmerki.

NIKKOR 70-200E 100th Anniversary Edition

AF-S NIKKOR 70-200mm f/2.8E FL ED VR er hröð aðdráttarlinsa sem býður upp á bæði yfirburða snerpu og framúrskarandi optíska frammistöðu. Afmælisútgáfunni fylgir sett af stökum glereiningum sem saman mynda linsuna (sérstakur sýningarstandur og hús fylgja með).

NIKKOR Triple F2.8 Zoom Lens Set 100th Anniversary Edition

NIKKOR Triple F2.8 Zoom Lens Set 100th Anniversary Edition samanstendur af AF-S NIKKOR 14-24mm f/2.8G ED, venjulegu AF-S NIKKOR 24-70mm f/2.8E ED VR og aðdráttarlinsunni AF-S NIKKOR 70-200mm f/2.8E FL ED VR. Raðnúmer viðhafnarútgáfunnar er grafið í allar linsurnar þrjár.

WX 7x50 IF og WX 10x50 IF 100th Anniversary Edition

100 ára afmælisútgáfurnar innihalda sérstaka minningarmyndmerkið og sérstakt raðnúmer. Til viðbótar við venjulegu ólina koma þær einnig með WX-leðuról með upphleyptu minningarmyndmerkinu. Sala þeirra er takmörkuð við eitt hundrað í heildina (7x50 og 10x50 saman).

8x30 EII 100th Anniversary Edition

Þessi glæsilega minningarútgáfa af 8x30 EII frá Nikon er með sérstaka grásanseraða áferð og ástimplað afmælismyndmerkið.

100th Anniversary Special Collection

Nikon 100th Anniversary Crystal Creation Nikon Model I
Falleg kristaleftirlíking af fyrstu Nikon-myndavélinni, Nikon Model I frá árinu 1948, hönnuð af Swarovski®¹, fremsta kristalframleiðanda heims.

 

Nikon 100th Anniversary Miniature Nikon F Camera
Hin sögulega Nikon F – fyrsta flaggskip Nikon og myndavélin sem setti nýtt viðmið fyrir spegilmyndavélar um allan heim – er hér endurmynduð í helmingi minni stærð.

 

Nikon 100th Anniversary Pin Collection
Þetta nælusafn lítur til baka yfir 100 ára sögu Nikon gegnum sögufrægustu og vinsælustu vörur Nikon, ásamt hinum ýmsu fyrirtækismyndmerkjum.

 

Nikon 100th Anniversary Premium Camera Strap
Þessi fyrsta flokks myndavélaról er öll gerð úr besta ítölsku leðri sem verður betra með tímanum samhliða meiri notkun.

 

*Pöntunartímabil, sölutímabil og verð á hverri vöru er breytilegt eftir landi eða landsvæði.
*Vinsamlegast athugaðu að afhending keyptra vara kann að taka svolítinn tíma ef margar pantanir berast.
¹Swarovski® er skráð vörumerki Swarovski AG.