Nikon Imaging | Ísland | Europe

22-05-2017

Nikon D500 hlýtur Camera GP 2017 Editor Awards

Amsterdam, Hollandi, 22. maí 2017: Nikon er sönn ánægja að tilkynna að stafræna D500 SLR-myndavélin er handhafi Camera GP (Grand Prix) 2017 Editor Awards og bætast þau við verðlaun frá TIPA, EISA og mörgum öðrum.

Camera GP-verðlaunin eru kostuð af samtökunum Camera Journal Press Club (C.J.P.C. / Japan), sem voru stofnuð í september 1963 og samanstanda af ritstjórum tólf tímarita um ljósmyndun og myndavélar (frá og með apríl 2016). Handhafi Editor Awards – sem í ár er D500-vélin – er valinn vegna vinsælda sinna, umtals og tækninýjunga sem meðlimir í C.J.P.C. leggja mat sitt á.

D500-vélin hefur nú hlotið þrenn mikilsverð verðlaun. Hún hlaut einnig verðlaunin „Best APS-C DSLR Expert“ á TIPA-verðlaununum árið 2016 og EISA-verðlaunin „European Prosumer DSLR Camera 2016-2017“.

Umsögn dómara um D500-vélina

„D500-vélin er ný gerð í tæknilegri línu SLR-myndavéla á APS-C-sniði sem lengi hefur verið beðið eftir frá Nikon. Þessi vél skilar framúrskarandi jafnvægi á milli afkasta og verðs. Hún státar af grundvallareiginleikum á borð við AF-nema úr D5-vélinni, flaggskipi Nikon í „fullri stærð“ á sniðinu 35 mm [135], en þó á verðlagi sem hinn almenni neytandi getur ráðið við. Segja má að D500-vélin sé myndavél sem gerir APS-C-sniðið meira aðlaðandi með sterkbyggðu og endingargóðu húsi, leitara í háskerpu og ríflegri raðmyndatökugetu, allt eiginleikum sem eiga við tæknilegri gerðir myndavéla. Vélin er búin framúrskarandi AF-kerfi með fókuspunktum sem ná yfir breitt svið rammans og hún er fær um að ná skörpum og skýrum myndum af myndefni á hreyfingu. Þótt þróunin í speglalausum myndavélum sé ótrúleg um þessar mundir nær D500-vélin að minna okkur á kosti SLR-myndavéla.“

Helstu eiginleikar D500

Ný kynslóð 153 punkta AF-kerfis sem býr yfir framúrskarandi getu til að ná fókus við hvers kyns skilyrði

Hröð raðmyndataka á allt að 200 myndum í röð á allt að 10 römmum/sek. (14 bita RAW-myndir sem glata litlum gæðum við þjöppun)

Fyrirferðarlítið kerfið sem DX-sniðið býður upp á skilar viðbragðsfljótri myndatöku

Uppfyllir þarfir atvinnuljósmyndara með stuðningi við upptöku kvikmynda í 4K UHD (3840 × 2160)

Ný EXPEED 5-myndvinnsluvél sem skilar stöðluðu ljósnæmi á breiðu sviði allt upp í ISO 51.200, með möguleika á aukningu allt upp í „Hi 5“ (jafngildir ISO 1.640.000)

Búin 3,2 tommu hallanlegum snertiskjá í háskerpu sem gerir myndatökuna enn þægilegri

Stuðningur við SnapBridge, forrit sem auðveldar hnökralausa tengingu myndavélarinnar við snjalltæki