Nikon Imaging | Ísland | Europe

31-05-2017

Gleiðhorn. Mjög vítt gleiðhorn. Fiskauga. Þrjár nýjar NIKKOR-linsur sem gefa nýja sýn

Amsterdam, Hollandi, 31. maí 2017: Nikon bætir við linsusafnið með fyrstu NIKKOR FX-aðdráttarlinsunni með fiskauga, hraðri FX 28 mm linsu með fastri brennivídd og DX-aðdráttarlinsu með mjög víðu gleiðhorni. Þessar þrjár linsur bjóða upp á spennandi möguleika fyrir ljósmyndara sem vilja víkka út rýmið og ýkja sjónarhorn sín.

Ljósmyndarar sem sérhæfa sig í viðburðaljósmyndun og andlitsmyndum og ferða- og landslagsljósmyndarar öðlast meira frelsi til að koma sögum sínum á framfæri með nýju AF-S NIKKOR 28mm f/1.4E ED linsunni. Þessi nýjasta viðbót við úrvalið af f/1,4 NIKKOR-linsum veitir fullkomna stjórn við hvaða birtuskilyrði sem er. Ljósmyndarar sem vilja ná erfiðum sjónarhornum geta skipt úr hringlaga sjónarhorni yfir í mynd sem fyllir út í allan rammann með fyrstu aðdráttarlinsunni með fiskauga frá Nikon. Háþróuð optísk uppbygging AF-S FISHEYE NIKKOR 8–15mm linsunnar tryggir að fjölhæfnin skerði ekki gæðin á nokkurn hátt. DX-ljósmyndarar sem eru til í að prófa dramatísk sjónarhorn munu einnig kunna að meta nýju AF-P DX NIKKOR 10–20mm VR aðdráttarlinsuna. Þessi handhæga og létta gleiðhornslinsa sem er bæði auðveld í notkun og hönnuð fyrir ferðalög býður upp á einstök myndgæði á hagstæðu verði. Hún er fullkominn félagi fyrir lipru DSLR-myndavélarnar með hárri upplausn á DX-sniði frá Nikon.

Dirk Jasper, markaðsstjóri hjá Nikon BV, segir: „Ljósmyndun er áhrifarík leið til að segja sögur og það er nauðsynlegt að hafa vítt sjónarhorn til að fanga myndir og segja frá því sem við upplifum á nýjan hátt. Við kynnum nú með stolti þrjár nýjar gleiðhornsgerðir sem bætast við úrval NIKKOR-linsa. Hver um sig býður upp á nýja möguleika og leiðir til að segja sögur með sömu frábæru myndgæðunum og NIKKOR er þekkt fyrir.“

AF-S FISHEYE NIKKOR 8–15mm f/3.5–4.5E ED. Tvenns konar fiskauga í einni linsu. Farðu vandræðalaust úr 8 mm hringlaga mynd í 15 mm fiskaugamynd með „full-frame“. Vænta má afar góðra mynda í hárri upplausn með samfelldri skerpu, jafnvel þegar stillt er á stærsta f/3,5 ljósop. Njóttu ávinningsins af 0,16 m lágmarks fókusfjarlægð. Þessi linsa státar einnig af sterkbyggðri hönnun með ryk- og rakavörn ásamt samsettu linsuhúddi og -loki.

AF-S NIKKOR 28mm f/1.4E ED. Festu drauminn á mynd. Segðu söguna. Hvert smáatriði fangað með enn meiri nákvæmni. Veitir fullkomna stjórn við öll birtuskilyrði og einstaka upplausn, jafnvel þegar myndað er við stærsta ljósop. Minnsta fókusfjarlægðin er aðeins 0,28 m sem eykur fjölhæfnina enn. Traustbyggð hönnun með ryk- og rakavörn sem býður upp á myndatöku við erfið veðurskilyrði.

AF-P DX NIKKOR 10–20mm f/4.5-5.6G VR. Ferðalag sem leiðir til dramatískra sjónarhorna. Hentar fyrir myndatökur af víðáttumiklum himni jafnt sem nærmyndir sem fylla út í rammann og fangar auðveldlega áhrifamiklar myndir með 10–20 mm svið brennivíddar og minnstu fókusfjarlægðina 0,22 m. Titringsjöfnun Nikon (VR) hjálpar svo til við að ná skýrum myndum og skarpari myndum við léleg birtuskilyrði. AF-P skrefmótorinn sér fyrir hraðvirkum, snurðulausum, sjálfvirkum fókus sem er nánast hljóðlaus og viðbótarkostur í kvikmyndatöku.