Nikon Imaging | Ísland | Europe

28-04-2017

Nikon vinnur til fjögurra TIPA-verðlauna árið 2017: Nikon D5600, COOLPIX W100, PC NIKKOR 19mm f/4E ED og KeyMission 360

Amsterdam, Hollandi, 28. apríl 2017: Nikon er mikil ánægja að tilkynna að fjórar af vörum þess hafa hlotið hin virtu TIPA-verðlaun árið 2017, kostuð af TIPA-samtökunum (Technical Image Press Association), sem eru alþjóðlega viðurkennd samtök sérfræðinga á sviði ljósmyndunar og myndvinnslu. Nikon D5600 vann til verðlauna sem „Besta DSLR-myndavélin fyrir byrjendur“, COOLPIX W100 vann til verðlauna sem „Besta sterkbyggða myndavélin“, PC NIKKOR 19mm f/4E ED var kosin „Besta linsan fyrir fagaðila“ og KeyMission 360 vann til verðlauna sem „Besta 360° myndavélin“.

Verðlaunin voru veitt fyrir vörur sviði ljósmyndunar og myndvinnslu sem komu á markað frá 1. apríl 2016 til 31. mars 2017 í ýmsum flokkum eftir kosningu ritstjóra virtra tímarita á sviði myndavéla og ljósmyndunar um allan.

Umsagnir TIPA um Nikon D5600 – sigurvegara verðlaunanna „Besta DSLR-myndavélin fyrir byrjendur“

24,2 megapixla Nikon D5600-vélin á DX-sniði skartar SnapBridge frá Nikon, sem hægt er að nota fyrir myndatöku með fjarstýringu og til að flytja myndir sjálfkrafa úr myndavélinni í samhæfan snjallsíma eða spjaldtölvu um Bluetooth. Einnig er hægt að flytja myndskeið um innbyggðu Wi-Fi tenginguna í myndavélinni. Myndavélin bíður upp á raðmyndatöku með 5 römmum á sekúndu og 39 punkta AF-kerfi ásamt ISO-sviði upp á 100-25.600. Hreyfanlegur 8,1 cm / 3,2 tommu 1.037.000 punkta LCD-snertiskjár býður upp á skapandi sjónarhorn þegar fjölmargar brellustillingar vélarinnar eru notaðar ásamt hefðbundnum lýsingarstillingum og mynstrum.

Myndavélin býður einnig upp á myndskeið í fullri háskerpu með 60p rammatíðni ásamt NEF (RAW) sniði Nikon fyrir ljósmyndatöku.

Umsagnir TIPA um COOLPIX W100 frá Nikon – sigurvegara verðlaunanna „Besta sterkgerða myndavélin“

Ódýra W100-vélin er vatnsheld niður á 10 metra dýpi, höggvarin upp í 1,8 metra, frostvarin niður í -10 °C og rykvarin. Hún skartar 13,2 megapixla CMOS-myndflögu sem getur tekið ljósmyndir á u.þ.b. 4,7 römmum á sekúndu og myndskeið í fullri háskerpu með 30p rammatíðni. NIKKOR-linsan með 3x optískum aðdrætti er með 30-90 mm brennivíddarsvið (jafngildir 35 mm sniði) og rafrænu VR. 2,7 tommu, 230.000 punkta TFT LCD-skjár var bættur með fimm stiga birtustillingabúnaði. Vélin er með fjölmargar skapandi umhverfisstillingar og +/-2 EV leiðréttingu á lýsingu. Sérstakir aðgerðarhnappar sem krefjast aðeins einnar snertingar einfalda myndatöku í erfiðu veðri og neðansjávar og SnapBridge frá Nikon býður upp á einfalda deilingu og vistun í snjalltækjum.

Umsagnir TIPA fyrir PC NIKKOR 19mm f/4E ED – sigurvegara verðlaunanna „Besta linsan fyrir fagaðila“

Fagmenn sem taka myndir af arkitektúr og þröngu innanrými munu kunna að meta gæði og eiginleika þessarar hallanlegu/hreyfanlegu linsu fyrir allan ramman með sjónarhornsstýringu. Hún samanstendur af 3 ED-einingum og tveimur hálfkúptum einingum og er með nanókristalhúð og SIC-vörn (Super Integraded Coating). Hún hallast +/- 7,5 gráður og hreyfist +/- 12 mm með snúningi í allt að 90 gráður. Linsan býður upp á hámarkssjónarhornsstýringu: halla og hreyfingu er hægt að stilla óháð hvort öðru og án þess að læsa stillingunum og halli getur verið samsíða eða þvert á hreyfinguna. Á fremri og aftari linsueiningunum er flúorhúð sem hrindir frá sér vatni, ryki, óhreinindum og fitu. Linsan er einnig með rafsegulstýrða ljósopsþynnu og minnsta ljósop hennar er f/32.

Umsagnir TIPA um KeyMission 360 – sigurvegara verðlaunanna „Besta 360° myndavélin“

KeyMission 360 gerir notendum kleift að fanga og deila heildrænum myndskeiðum og myndum í 360 gráður og er vatns-, högg- og frostvarin án þess að þörf sé á viðbótarhúsi. Vélin getur tekið upp 4K-myndskeið í fullri háskerpu, 23,9 megapixla ljósmyndir, „time-lapse“-myndaraðir og státar af SnapBridge-tengingu frá Nikon fyrir þráðlausa deilingu í rauntíma. Minnsta fókusfjarlægð er u.þ.b. 30 cm með 8,2 mm sýnilegu horni (jafngildir 35 mm). Myndavélin er fyrirferðarlítil (61,1 x 65,7 x 60,1 mm) og létt (198 g) og sveigjanleiki notanda til að taka myndir við ólíkar aðstæður er aukinn með framboði á sérstökum aukabúnaði sem hægt er að festa á vélina.