Nikon Imaging | Ísland | Europe

07-04-2017

Sex Nikon-vörur vinna verðlaunin „Red Dot Award: Product Design 2017“

KeyMission 360 vann verðlaunin „Best of the Best“

Amsterdam, Hollandi, 7. apríl 2017: Nikon, dótturfélagi þess, Nikon Vision Co., Ltd., og hlutdeildarfélagi þess, Nikon-Trimble Co., Ltd., er sönn ánægja að tilkynna að sex vörur frá þeim hafa unnið til verðlaunanna „Red Dot Award: Product Design 2017“, sem kostuð eru af Design Zentrum Nordrhein Westfalen í Þýskalandi. Þar af vann KeyMission 360 til verðlaunanna „Best of the Best“.

Red Dot Design Awards er heimsþekkt hönnunarkeppni sem er meira en 60 ára gömul. Á hverju ári fer dómnefnd sérfræðinga yfir nýjar vörur og veitir framúrskarandi vörum ársins gæðastimpil fyrir góða hönnun og nýsköpun. Keppninni „Red Dot Award: Product Design 2017“ bárust fleiri en 5.500 framlög frá 54 löndum í ár. Verðlaunavörurnar í ár verða sýndar á sérstakri sýningu frá 4. júlí til 6. ágúst 2017 á safninu Red Dot Design Museum í Essen í Þýskalandi.

Frekari upplýsingar um Red Dot Design Awards má finna á vefsvæðinu Red Dot Online: http://en.red-dot.org/

Verðlaunahafi „Best of the Best“ – KeyMission 360

- Umsögn dómnefndar: „Fyrirferðarlítil hönnun KeyMission 360 er dæmigerð fyrir sígild gæði frá Nikon. Hönnunin nálgast virknina á einfaldan og auðskilinn máta. Myndavélin er einstaklega hentug fyrir útivistarnotkun og er fullkomlega úthugsuð í minnstu smáatriðum. Hún býður upp á myndir í 360 gráðum í framúrskarandi gæðum og er útbúin myndflögu og NIKKOR-linsu bæði að framan og að aftan. Þessi útivistarmyndavél heillar með fáguðum eiginleikum sem krefjandi upptökuskilyrði krefjast.“

Sigurvegarar „Red Dot Award: Product Design 2017“

KeyMission 80: „KeyMission 80 uppfyllir miklar kröfur notenda um fjölbreytilega notkun, með framúrskarandi stöðugleika ásamt nettri en notendavænni stærð.“

MONARCH HG-sjónauki: „Framúrskarandi linsa með mikilli skerpu, breitt sjónsvið og einföld og þægileg notkun gera Monarch HG 8x42/10x42-sjónaukann að fyrsta flokks valkosti.“

PROSTAFF 3S-sjónauki: „Prostaff 3S 8x42/10x42-sjónaukinn fær háa einkunn með framúrskarandi linsutækni sem gefur mjög skýra mynd ásamt einfaldri og traustri notkun.“

COOLSHOT 80i VR/COOLSHOT 80 VR leysifjarlægðarmælir fyrir golf: „Hönnun leysifjarlægðarmælisins sameinar nákvæma mælingartækni og þægilega notkun í mjög vel heppnuðu tæki.“

Nivo-i – Lausn í stafrænni ljósmyndun: „Nivo-i táknar nýja kynslóð í stafrænni mælingartækni. Tækið er með einstakt útlit, þökk sé hönnun sem sveigir sig á áhrifamikinn máta fram á við og einkennandi litavali.“