Nikon Imaging | Ísland | Europe

03-04-2017

NÝJA WX-LÍNAN FRÁ NIKON - SJÓNAUKAR SEM BREYTA LEIKNUM OPNA NÝJAN HEIM STJÖRNUSKOÐUNAR

Amsterdam, Hollandi, 3. apríl 2017: Nikon kynna með stolti hina óvenjulegu WX 7x50 IF og WX 10x50 IF stjörnusjónauka - gimsteininn í kórónu sjónrænna yfirburða í 100 ár. Undraverð frammistaða WX-línunnar, sem státar af fordæmalausu, ofurbreiðu sjónsviði, fer með áhorfandann dýpra inn í stjörnubjartan himininn og afhjúpar fersk smáatriði og blæbrigði lita.

Þessi fyrsta flokks sjónauki, sem hannaður er fyrir glöggskyggna stjörnuskoðara, notar sviðsfletjandi linsukerfi bætir upp fyrir sveigju sviðsins og tryggir sömu kristalskíru sýnina frá miðju til jaðars. Heildarspeglun og mikill gegnumstreymishraði Abbe-Koenig-prismanna tryggja hið einstaka birtustig sem þarf til að bæta upp framúrskarandi sjónræna framkvæmd ofurbreiðs sjónsviðs.

Hvort rör inniheldur þrjár ED-glereiningar (mjög lítil dreifing) fyrir mynd með miklum birtuskilum og mikilli upplausn sem bætir upp fyrir litskekkju, svo fínlegur litamunur stjarnanna sé sýnilegur alla leið að jaðri sjónsviðsins. Hágæða fjölhúð er beitt á allar linsur og prismu sem veitir jafna og mikla gegnhleypni ljóss yfir allt sýnilega sviðið, til að veita eðlilegri og skýrari sýn.

Til að tryggja yfirburða skoðunarupplifun fyrir alla - hvort sem þeir ganga með gleraugu eða ekki - sigruðust verkfræðingar Nikon WX á þeirri óvenjulegu hönnunaráskorun að bjóða upp á langa augnfjarlægð ásamt stórlega breikkuðu sjónsviði. WX 7x50 IF sjónaukinn er með sýnilegt sjónsvið upp á 66,6° og 17,7 mm augnfjarlægð. WX 10x50 IF sjónaukinn er með sýnilegt sjónsvið upp á 76,4° og 15,3 mm augnfjarlægð. Magnesíumblendi tryggir að húsið sé sterkbyggt en þó létt, á meðan snúa-og-renna gúmmí utan um augngler gerir skoðun ánægjulega - hversu löng sem stjörnuskoðunarlotan þín kann að vera.

Báðar gerðir eru fáanlegar sem einstakar 100 ára afmælisútgáfur, með myndmerki 100 ára afmælisins prentað á undirstöðu liðarins, áletrað raðnúmer ofan á liðnum og sérstakri WX-leðuról fyrir 100 ára afmælið. Þessar útgáfur verða seldar í takmörkuðu magni, allt að 100 einingar samanlagt fyrir báðar gerðir.

Helstu eiginleikar

・Með því að nota augngler með yfirburða optískri frammistöðu næst ofurbreitt sjónsvið. Með því að lágmarka bjúgskekkju og halaskekkju er skörp og skýr mynd gerð raunveruleg, á meðan skerpu myndarinnar á miðju sviðinu er náð alla leið út á jaðarinn. Þú getur upplifað tilfinningu eins og þú sért á geimgöngu inn í stjörnubjartan himininn, án þess að skynja rammann.
・Sviðsfletjandi linsukerfið bætir upp fyrir sveigju sviðsins frá miðju alveg út á brún jaðarsins. Um leið og ofurbreiðu sjónsviði er hrint í framkvæmd tryggir það skarpa og skýra mynd yfir allt sjónsviðið - og gerir þér kleift að upplifa víðfeðma sýn á stjörnuklasa eða vetrarbrautir, um leið og auðveldlega má sjá einstaka stjörnur sem skarpa punkta.
・Með því að nota þrjár ED-glereiningar (mjög lítil dreifing) í hvoru röri er bætt upp fyrir litskekkju sem veldur litrákun alveg úti á brún sjónsviðsins, sem skapar mynd með miklum birtuskilum og hárri upplausn.
・Hágæða fjölhúð - sem veitir jafna og mikla gegnhleypni ljóss yfir allt sýnilega sviðið - er beitt á allar linsur og prismu til að veita eðlilegri og skýrari sýn. Það endurskapar daufa liti stjarnanna á næturhimninum af nákvæmni.
・Abbe-Koenig-prismu, sem hafa upp á að bjóða heildarspeglun á öllum flötum og eru með mikinn gegnumstreymishraða, eru notaðar til að fá bjartara sjónsvið.
・Með því að beita húðun með fasaleiðréttingu á þakfleti (Dach) Abbe-Koenig-prisma – sem bæta upp fyrir fasahreyfingar ljóss þegar það speglast inni í prismanu – fást myndir með hærri upplausn og meiri birtuskilum.
・Hönnun sjónglerja sem nær bæði ofurbreiðu sjónsviði og langri augnfjarlægð. Hægt er að njóta hins óvenjulega breiða sjónsviðs á þægilegan hátt frá brún til brúnar, jafnvel þótt fólk gangi með gleraugu.
・Gler án blýs og arseniks, er notað í allar linsur og prismu.
・Snúa-og-renna gúmmí utan um augngler með sex smellum auðveldar staðsetningu augans í réttri augnstöðu.
・Stillingarhringur fyrir ljósbrotseiningu með stöðumerki svo auðveldara sé að stilla.
・Vatnsþétt bygging sem þolir að vera á kafi í vatni að hámarki 5 m dýpi í 10 mínútur. (Samkvæmt prófunaraðstæðum hjá Nikon. Ekki hannaður til notkunar á kafi í vatni.)
・Loftþétt bygging með niturfylltu húsi sem kemur í veg fyrir móðu inni í sjónglerjakerfinu og veitir viðnám gegn myglu, jafnvel þegar eru umtalsverðar breytingar á hitastigi.
・Magnesíumblendi er notað til að búa til sterkbyggt, létt hús, sem auðveldar áhorf þegar haldið er á honum.
・Hægt er að festa 55 mm síu (P=0,75) við linsu í hlutgleri.
・Sérstakt millistykki fyrir þrífót (TRA-4) sem auðveldar að festa sjónaukann við þrífót fylgir með.