Nikon Imaging | Ísland | Europe

03-04-2017

Nikon kynnir nýjar myndavélar í tilefni 100 ára afmælis

Amsterdam, Hollandi, 3. apríl 2017: Nikon kynnir með ánægju viðhafnarútgáfur og minjagripi í tilefni 100 ára afmælis síns þann 25. júlí 2017.

Frá stofnun fyrirtækisins undir nafninu Nippon Kogaku Kogyo árið 1917 hefur Nikon séð heimsbyggðinni fyrir einstökum vörum sem hafa sett ný viðmið fyrir linsutækni og nákvæman tæknibúnað. Í afmælislínunni eru tvö flasskip Nikon í flokki stafrænna SLR-myndavéla, hin fullkomna NIKKOR-linsa í flokki linsa með f/2.8 hámarksljósop, sérstakt sett þriggja NIKKOR-linsa og loks viðhafnarútgáfur þriggja sjónauka. Allar vörurnar eru með merki 100 ára afmælisins og ýmsum smáaatriðum.

Einnig verður í boði sérstaka minjagripi, sjá nánari upplýsingar á vefsvæði 100 ára afmælis okkar á http://www.nikon.com/100th/.

100 ára afmælisútgáfa D5

D5 er glæsilegasta stafræna SLR-myndavélin frá Nikon. Þessi útgáfa er dæmigerð fyrir flaggskipsmyndavélar Nikon, með dökkgrárri sanseraðri áferð og merki með viðurkenningu á framlagi Nikon til rannsókna og könnun heimsins. Einnig fylgir með afmælisbæklingur með nánari upplýsingum.

100 ára afmælisútgáfa D500

100 ára afmælisútgáfan, með grásanseraðri áferð og afmælismerki, sameinar fágun og frábæra eiginleika. Henni fylgir sérstök málmtaska með merki og raðnúmeri ásamt loki á hús og leðuról, einnig með upphleyptu merki.

100 ára afmælisútgáfa NIKKOR 70-200E

Þessari sérstöku útgáfu AF-S NIKKOR 70-200mm f/2.8E FL ED VR fylgja glereiningar úr innra byrði hennar og sérstakur standur og taska til að gefa hugmynd um hvernig linsan skilar einstökum niðurstöðum sínum.

100 ára afmælisútgáfa NIKKOR Triple F2.8 Zoom Lens Set

NIKKOR-linsurnar eru orðnar að samheiti fyrir linsutækni Nikon. Afmælisútgáfusettið inniheldur þær þrjár aðdráttarlinsur með f/2.8 hámarksljósopi sem best sýna eiginleika NIKKOR. Þetta eru AF-S NIKKOR 14-24mm f/2.8G ED gleiðhornslinsan, hin hefðbundna AF-S NIKKOR 24-70mm f/2.8E ED VR og AF-S NIKKOR 70-200mm f/2.8E FL ED VR aðdráttarlinsan. Raðnúmer viðhafnarútgáfunnar er grafið í allar linsurnar þrjár.

100 ára afmælisútgáfur WX 7×50 IF og WX 10×50 IF

Þessar útgáfur nýrra WX-sjónauka með miklu sjónsviði (WX 7×50 IF, WX 10×50 IF) eru með sérstakt raðnúmer stimplað á miðjuhólkinn og afmælismerkið prentað neðst á hann og á sérstakri WX-leðuról sem fylgir með hinni hefðbundnu ól sem fylgir með. Aðeins hundrað sjónaukar verða framleiddir í þessari útgáfu (7×50 og 10×50).

100 ára afmælisútgáfa 8×30 E II

Þetta er viðhafnarútgáfa af Nikon 8×30E II, sjónauka með sígildri hönnun sem hefur notið hylli notenda allt frá upphaflegri útgáfu sjónaukans. Þessi útgáfa er með merki viðhafnarútgáfunnar og sérstakri grásanseraðri áferð. Einnig fylgja sérstök ól og taska.

Minjagripir í tilefni 100 ára afmælis

Kristaleftirlíking af Nikon Model I í tilefni 100 ára afmælis Nikon

Falleg kristaleftirlíking af fyrstu 35 mm Nikon-myndavélinni frá árinu 1948, hinni sígildu Model I, hönnuð af Swarovski*, fremsta kristalframleiðanda heims.

Barmmerki í tilefni 100 ára afmælis

Þetta safn barmmerkja endurvekur frægustu og vinsælustu vörur Nikon auk merkis fyrirtækisins síðastlina öld.

100 ára afmælisútgáfa Nikon F-smámyndavélarinnar

Hin sögulega Nikon F – fyrsta flaggskip Nikon og myndavélin sem setti nýtt viðmið fyrir spegilmyndavélar um allan heim – er hér endurmynduð í helmingi minni stærð.

Fyrsta flokks myndavélaról í tilefni 100 ára afmælis

Gerð úr fyrsta flokks ítölsku leðri sem verðu betra með tímanum og samhliða meiri notkun.

Nánari upplýsingar verða gefnar júní.
Sjá nánari upplýsingar á vefsvæði 100 ára afmælis okkar.

*Swarovski er vörumerki eða skráð vörumerki Swarovski AG.

Tæknilýsing, hönnun, vöruheiti og aukabúnaður geta verið breytileg eftir löndum eða svæðum. Tæknilýsingar og búnaður geta breyst án fyrirvara eða skuldbindingar af hálfu framleiðanda.