Nikon Imaging | Ísland | Europe

12-04-2017

Náðu draumamyndinni með glænýju D7500-myndavélinni

Amsterdam, Hollandi, 12. apríl 2017: Nikon kynnir D7500, myndavél sem hönnuð er til að stórauka skapandi möguleika ljósmyndara með ástríðufullan áhuga á ljósmyndun. D7500-myndavélin er kraftmikil, lipur og með fulla tengigetu og býður sömu myndgæði og D500 – hin rómaða DSLR-myndavél Nikon á DX-sniði, ásamt afköstum sem haldast óskert við erfiðustu skilyrði.

D7500-myndavélin er magnaður myndtæknipakki í ferðaútgáfu og hentar því frábærlega þeim ljósmyndurum sem eru stöðugt á ferð og flugi í leit að bestu ljósmyndunum. Rétt eins og D500-myndavélin er D7500-myndavélin með 20,9 megapixla CMOS-myndflögu á DX-sniði með magnað ISO-svið sem auka má upp ótrúlega mikið, eða jafngildi 1640000. EXPEED 5 örgjörvi Nikon er á sínum stað og tryggir hraðvirkari og hreinni myndvinnslu. Og pixlafjöldinn í RGB-flögunni hefur verið aukinn verulega, eða upp í 180.000, sem gerir ljósmælinguna mun nákvæmari. Ef kvikmyndatakan heillar er hægt að skjóta í 4K/UHD og innbyggð titringsjöfnun Nikon vinnur gegn óæskilegum hreyfingum myndavélarinnar. Úrbætur sem gera myndavélina þægilegri í notkun eru meðal annarra nýr hallanlegur skjár sem hægt er að stjórna með snertiskjá og djúpt grip sem tryggir stöðugt og einstaklega þægilegt tak á myndavélinni. Og þetta er fyrsta DSLR-myndavél Nikon sem státar af innbyggðu flassi sem styður útvarpsstýrðan þráðlausan flassbúnað.

Jordi Brinkman, vörustjóri hjá Nikon Europe, segir: „D7500-myndavélin er fullkomin næsta stigs myndavél fyrir áhugaljósmyndara sem þekkja og hrífast af eiginleikum D500-myndavélarinnar en þurfa ekki alla þá eiginleika fyrir fagvinnu sem sú vél er búin. Hér færðu sömu myndgæðin, sem skara fram úr í flokki sambærilegra myndavéla, og í D500 en í nettara og meðfærilegra húsi. Hægt er að mynda á allt að 8 römmum á sekúndu með fullum AF/AE-eltifókus og það tryggir þér nægilegan hraða og nákvæmni til að ná frábærum myndum af hraðri atburðarás. Og með SnapBridge geta ljósmyndarar deilt stórkostlegum myndum hvaðan sem þeir eru staddir.“

Helstu eiginleikar

Myndgæði sem jafnast á við hina einstöku D500: 20,9 megapixla myndflaga á DX-sniði. EXPEED 5. 180.000 pixla RGB-ljósmælingarflaga.
Einstakt ljósnæmi: Taktu frábærar myndir við litla birtu með ISO 100–51200 sem auka má upp í ISO 1640000 (jafngildi).
Einstaklega nákvæm greining myndefnis: 180.000 pixla RGB-ljósmælingarflaga og ítarlegt umhverfisgreiningarkerfi. Taktu myndir með hárnákvæmri lýsingu og kraftmikilli myndbyggingu.
Yfirlýsingarmiðuð ljósmæling: Forgangsraðar skærustu einingunum í rammanum og dregur þannig úr yfirlýstum svæðum á myndum.
Ótrúleg AF-nákvæmni: 51 punkts AF-kerfi með nákvæmni allt niður í heil -3 EV. Þú rekur, læsir á og heldur myndefni í fókus – jafnvel þegar eini ljósgjafinn er tunglsljósið.
Upptaka kvikmynda í 4K/UHD: Hægt er að taka upp kvikmyndir í 4K/UHD 30p eða fullri háskerpu (1080p) á rammatíðni sem er allt að 50p/60p.
Time-lapse“ kvikmynd: Það er leikur einn að taka snurðulausar, fallega lýstar 4K/UHD kvikmyndir og Time-lapse kvikmyndir í fullri háskerpu á DX-sniði í myndavélinni.
8 rammar á sekúndu með fullum AF/AE-eltifókus: Hægt að taka 50 NEF-myndir (RAW) eða 100 stórar JPEG-hágæðamyndir í einni háhraðamyndaröð.
Hreyfanlegur skjár og stjórntakkar á snertiskjá: Sérlega nettur 8 cm (3,2 to.) hallanlegur skjár. Sjálfvirkum fókus og aðgerðum afsmellara er stýrt á snertiskjá í myndatöku með skjá.
Leitari með optísku, fimmstrendu gleri: Býður upp á um það bil 100% umfang ramma.
Sjálfvirkt Picture Control: Innbyggða Picture Control-kerfið í myndavélinni er með átta stillingum, þar á meðal einni nýrri, sjálfvirku Picture Control (Picture Control Auto) sem velur liti, birtuskil og birtu sem hæfir umhverfi hverju sinni. Leiðréttir frávik sjálfkrafa þegar myndað er með mörgum römmum.
DX-lipurð: Myndavélarhúsið vegur aðeins (um það bil) 640 g, er með djúpu handfangi og veðurþolið. DX NIKKOR-linsurnar eru nettar og 1,5x skurðarstuðull myndflögu myndavélarinnar tryggir aðdráttaráhrif þegar tekið er með FX-linsu.
Sveigjanlegt kerfi: Samhæf Nikon-flöss auk ME-1 víðóma hljóðnema og ME-W1 þráðlauss hljóðnema frá Nikon.
Sett: D7500 er seld með nokkrum útgáfum af settum. Viltu taka andlitsmyndir eða myndir af borgarlandslaginu? Veldu þá sett með AF-S DX NIKKOR 16-80mm f/2.8-4E ED VR. Þeir sem vilja ferðast létt geta fengið einstaklega nett sett með AF-S DX NIKKOR 18–140mm f/3.5-5.6G ED VR-linsu. Hægt er að fanga hrífandi myndir af heiminum með AF-S DX NIKKOR 18–300mm f/3.5–6.3G ED VR-aðdráttarlinsunni.

Samhæft við SnapBridge
Bluetooth®- og Wi-Fi®-tengimöguleikar vélarinnar eru aðeins í boði þegar SnapBridge er notað. Áður en hægt er að nota SnapBridge með þessari myndavél þarf að setja SnapBridge forritið frá Nikon upp á samhæfu snjalltæki.

Orðmerki og myndmerki Bluetooth® eru skráð vörumerki í eigu Bluetooth SIG, Inc. og hvers kyns notkun fyrirtækisins Nikon og hlutdeildarfélaga þess á slíkum merkjum er samkvæmt leyfi.
Wi-Fi® og merkið Wi-Fi Certified eru skráð vörumerki Wi-Fi Alliance®.
Android og Google Play eru vörumerki Google Inc.