Nikon Imaging | Ísland | Europe

15-02-2017

Vörur frá Nikon hljóta verðlaunin „iF Design Award 2017“

Amsterdam, Hollandi, 15. febrúar 2017: Nikon og hlutdeildarfyrirtæki þess, Nikon-Trimble Co., Ltd*, er heiður að tilkynna að fimm vörur frá þeim hafa hlotið „iF Design Award 2017“-verðlaun.

Verðlaunavörurnar eru:

Stafræn SLR-myndavél – „Nikon D5“

D5 er nýjasta flaggskip Nikon. Vélin getur brugðist við fjölbreyttu umhverfi og myndefni með þróaðri hraðri raðmyndatöku og miklu ljósnæmi. Fimmstrenda glerið er straumlínulagað báðum megin og þannig uppfyllir vélin kröfur atvinnumannsins, og heildarútlit myndavélarinnar gefur til kynna að hún sé sterkbyggð og fljótvirk.

Stafræn SLR-myndavél – „Nikon D500“

D500-vélin hentar þeim sem eru meira en bara áhugamenn. Vélin er búin sama 153 punkta AF-kerfinu og hin margrómaða D5. APS-C-skynjarinn er einstaklega lipur og býður upp á hraða raðmyndatöku á 10 ramma hraða á sekúndu. Þegar FX-linsunni er bætt við er hægt að ná fram aðdráttaráhrifum. Með D500-vélinni eru gefin fyrirheit um nýjungar og tilfinning um hreyfingu með litlu fimmstrendu gleri (ekkert flass) sem mjókkar að framan og beinist í átt að myndefninu. Þetta er grunnhugmyndin í hönnun D-línunnar frá Nikon.

Útivistarmyndavél – „KeyMission 360“

Fyrsta útivistarmyndavélin frá Nikon, KeyMission 360, er sterkbyggð myndavél með myndflögu bæði að framan og aftan ásamt tveimur NIKKOR-linsum, sem gerir notandanum kleift að taka upp ótrúlega raunverulegar 4K UHD-kvikmyndir allan hringinn. Hún er vatnsvarin niður að 30 metra dýpi, höggvarin, frostvarin og rykvarin.

Umhverfð rannsóknarsmásjá – „ECLIPSE Ti2“

Þetta er flaggskip þeirra umhverfðu smásjáa sem notaðar eru í líffræðirannsóknum, læknisfræðilegum rannsóknum og í lyfjaiðnaði.

Þar sem þessi smásjá býr yfir þróuðum eiginleikum og miklu notagildi, stöðugleika og sveigjanleika er hún kjörin til alls kyns rannsókna.

Lausn í stafrænni ljósmyndun – „Nivo-i“

Nivo-i er fyrsta mælitæki sinnar tegundar í ljósmyndageiranum sem getur náð stafrænum myndum og nákvæmum staðsetningargögnum á sama tíma.

Notkunarsviðið er vítt, allt frá því að stjórna grunnkerfum yfir í að koma í veg fyrir stórslys. Hægt er að nota tækið meðal annars til að finna og meta sprungur í steinsteyptum brúm, fylgjast með skriðuföllum og stýra uppsetningu á stálgrindum.

Verðlaunin „iF Design Awards“ eru virt alþjóðleg hönnunarverðlaun sem hafa verið veitt síðan árið 1953 og eru kostuð af iF International Forum Design GmbH. Verðlaunin eru veitt fyrir starf á mismunandi sviðum, svo sem í vöruhönnun, samskiptum og umbúðahönnun. Í ár voru sendar inn yfir 5500 umsóknir frá 59 löndum sem metnar voru af virtum sérfræðingum.

* Nikon-Trimble Co., Ltd. er samvinnuverkefni Nikon og bandaríska fyrirtækisins Trimble Inc. í framleiðslu hárnákvæmra landmælingalausna sem auka framleiðni