Nikon Imaging | Ísland | Europe

19-10-2016

Betri stjórn með nýju PC NIKKOR 19mm f/4E ED hallanlegu/hreyfanlegu linsunni

Amsterdam, Hollandi, 19. október, 2016: Nikon fer með sveigjanleika myndbyggingar í nýjar hæðir með fyrstu linsunni með FX-sniði og sjónarhornsstýringu (PC) sem notar tvenns konar búnað fyrir sjónarhornsstýringu. PC NIKKOR 19mm f/4E ED er kjörin fyrir ljósmyndir af arkitektúr, listaverkum og landslagi og er hönnuð fyrir ljósmyndara sem hafa góða rýmistilfinningu.

Þökk sé myndhorninu og einstökum möguleikum til að halla, hreyfa og snúa með tvenns konar sjónarhornsstýringu gerir þessi linsa með handvirkum fókus ljósmyndurum kleift að taka myndir úr bestu hugsanlegu byrjunarstöðu. Hægt er að nota halla og hreyfingu hvort í sínu lagi og samtímis, sem hermir eftir hreyfingu myndavélar með stóru sniði. Ljósmyndarar hafa ítarlega stjórn á brennifleti linsunnar og geta auðveldlega hreyft hana til að taka myndir sem þar sem samleitni hefur ekki áhrif. Einnig er hægt að halla henni til að taka landslagsmyndir sem eru jafnskarpar í forgrunni og bakgrunni, án þess að þurfa að loka ljósopinu eins og þarf með hefðbundnar linsur. 19 mm sýnilegt hornið er kjörið fyrir stórar byggingar og rými og einstök linsubyggingin tryggir að bjögun sem er algeng í gleiðhornslinsum sé lágmörkuð, jafnvel við brúnir rammans.

Dirk Jasper, markaðsstjóri hjá Nikon Europe, segir: „Þessi linsa með FX-sniði er langþráð viðbót við línu Nikon af NIKKOR-linsum með sjónarhornsstýringu. Linsan var þróuð til að uppfylla kröfur fagmanna sem nota linsur með stillanlegu sjónarhorni (PC) og býður upp á öfluga sameiningu myndhorns og myndgæða án málamiðlana allt að brún rammans.“

Helstu eiginleikar

19 mm sýnilegt horn með miklu gleiðhorni
19 mm sýnilegt horn þýðir að ljósmyndarar geta fangað umfang myndarinnar betur, eða í það minnsta fangað bygginguna betur og minna af forgrunninum.

Mikil nákvæmni: rómuð NIKKOR-gæði
Tvær hálfkúptar linsueiningar draga stórlega úr myndskekkju og öðrum gerðum litskekkju. Þrjár glereiningar með mjög lítilli dreifingu lágmarka áslæga litskekkju. Nanókristalhúð Nikon svo gott sem útrýmir draugum og ljósdraugum á öllum rammanum, jafnvel við baklýsingu.

Tvenns konar sjónarhornsstýring: Taktu myndir úr bestu mögulegu stöðu
Hægt er að nota halla og hreyfingu hvort í sínu lagi eða samtímis. Hægt er að halla sérstaklega allt að 90° í báðar áttir og einnig er hægt að snúa allri linsunni um allt að 90°.

Lipur notkun: hágæðasmíði, framúrskarandi hönnun
Traustur hreyfibúnaðurinn gerir notkunina lipra. Linsan er fyrirferðarlítil og vegur um það bil 885 g. Linsan státar enn fremur af flúorhúðun Nikon sem hrindir sérlega vel frá sér vatni, ryki og óhreinindum án þess að það komi niður á myndgæðunum.