Nikon Imaging | Ísland | Europe

06-10-2016

Nikon kynna MONARCH 7i VR leysifjarlægðarmæli

Amsterdam, Hollandi, 6. október 2016: Það er Nikon ánægja að kynna til sögunnar MONARCH 7i VR leysifjarlægðarmælinn frá Nikon — nýstárlega gerð sem nýtir optíska titringsjöfnun.

MONARCH 7i VR minnkar á áhrifaríkan hátt titring mynda í leitaranum sem stafar af handahreyfingum (sínuslaga bylgjur) niður í um það bil 1/5 eða minna, byggt á mælingarstöðlum Nikon. Myndin í leitaranum helst stöðug sem gerir auðveldara að miða á viðfangið. Mæling á löngu færi næst í allt að 915 metra í raunfjarlægð, sem ásamt VR-tækni (titringsjöfnun) auðveldar hraða og einfalda mælingu viðfangs sem er jafnvel lengra í burtu og minna.

MONARCH 7i VR leysifjarlægðarmælirinn býður einnig upp á fjölhúðaðan 6x hágæðaleitara til að fá bjartar, skýrar myndir. ID-tæknin birtir lárétta fjarlægð, á meðan upprunalegt gagnavinnslualgrím — HYPER READ — er nýtt til að birta niðurstöðuna á um það bil 0,5 sekúndum, hversu langt sem þú ert frá skotmarkinu.

MONARCH 7i VR leysifjarlægðarmælirinn er með fyrirferðarlítið hús sem auðvelt er að halda um, en skilar samt mikilli optískri- og mælingarframmistöðu. Fjarlægðir að markinu er hægt að mæla nákvæmlega og hratt í aðstæðum þar sem hver sekúnda skiptir máli og er tilvalinn félagi við athafnir utandyra. Með vatnsheldri og móðulausri byggingu (rafhlöðuhólf er regnhelt) er MONARCH 7i VR leysifjarlægðarmælirinn tilbúinn til notkunar í öllum krefjandi aðstæðum.