Nikon Imaging | Ísland | Europe

06-10-2016

Nikon kynna nýju COOLSHOT 80i VR/COOLSHOT 80 VR leysifjarlægðarmælana fyrir golf

Amsterdam, Hollandi, 6. október 2016: Það er Nikon ánægja að kynna til sögunnar COOLSHOT 80i VR og COOLSHOT 80 VR leysifjarlægðarmælana — hinar nýstárlegu gerðir af leysifjarlægðarmælum sem nýta optísku aðgerðina VR (titringsjöfnun).

Þökk sé titringsjöfnunarkerfi Nikon, er titringur mynda í leitaranum sem stafar af handahreyfingum (sínuslaga bylgjur) minnkaður niður í um það bil 1/5 eða minna (byggt á mælingarstöðlum Nikon). Með viðfangið stöðugt í leitaranum er auðveldara að miða á markið. Þessi tækni bætir ótrúlega þægindin við að mæla fjarlægðir og draga úr villum, eins og að leysigeislinn hitti ekki markið eða mæli rangt mark.

Báðar gerðir nýta forgangsstillingu á fyrsta viðfang, sem er fullkomin leið til að mæla fjarlægð að flaggstöng á flöt þar sem tré eru í bakgrunninum. Til viðbótar þýðir nýja LOCKED ON-tæknin að LOCKED ON-merki birtist í leitaranum til að upplýsa þig um að fjarlægðin að fyrsta viðfangi sé birt, sem tryggir að golfleikarar geti alltaf verið fullvissir um að þeir séu með réttan metrafjölda að flagginu.

COOLSHOT 80 VR er hannaður eingöngu til að mæla raunfjarlægðir á meðan COOLSHOT 80i VR innifelur ID-tækni sem birtir hallaleiðrétta fjarlægð (lárétt fjarlægð ± hæð), sem gerir hann tilvalinn til notkunar á hæðóttum golfvöllum.

Bæði COOLSHOT 80i VR og COOLSHOT 80 VR bjóða upp á fjölhúðaðan 6x hágæðaleitara sem gefur bjartar, skýrar myndir og mælingarniðurstöður sýndar á um það bil 0,5 sekúndum, þökk sé upprunalegu gagnavinnslualgrími Nikon, HYPER READ. Fyrirferðarlítil hönnun tryggir flutningshæfni og þægilegt grip, um leið og vatnsheld og móðulaus bygging (með regnheldu rafhlöðuhólfi) þýðir að þeir eru tilbúnir til notkunar í hvaða veðri sem er og gerir þér kleift að einbeita þér að leiknum með streitulausri mælingu.