Nikon Imaging | Ísland | Europe

26-08-2016

Óskað eftir umsóknum í Nikon Photo Contest 2016–2017

Amsterdam, Hollandi, 26. ágúst 2016: Nikon er ánægja að kynna að tekið verður við umsóknum í Nikon Photo Contest 2016-2017 frá 17. október 2016 til 27 janúar 2017.

Nikon Photo Contest hefur verið ein af stærstu alþjóðlegu ljósmyndasamkeppnum heims síðan hún var stofnuð árið 1969. Þetta er í 36. skipti sem keppnin er haldin og í ár var tveimur nýjum flokkum bætt við. Flokkurinn „Nikon 100th Anniversary“ fagnar 100 ára afmæli Nikon árið 2017 og flokkurinn „Next Generation“, fyrir þátttakendur undir 30 ára aldri, leitast við að hvetja hæfileikaríka ljósmyndara næstu kynslóðar til góðra verka.

Heimsþekkti grafíski hönnuðurinn og listræni stjórnandinn Neville Brody var valinn til að taka við stöðu yfirdómara sökum mikilla áhrifa sinna á listamenn, þar á meðal ljósmyndara, unga sem aldna. Hann segir um hlutverk sitt: „Nikon Photo Contest er þekkt um allan heim sem mikilvægur vettvangur til að uppgötva nýtt og efnilegt hæfileikafólk og leita að fjölskrúðugu ímyndunarafli og andagift. Sem yfirdómara ber mér skylda til að viðhalda þessari frábæru hefð með því að velja verk sem standa fyrir nýjar hugmyndir og betri gæði. Ég hlakka til að sjá hvernig þátttakendur tjá frábærar hugmyndir sínar og sköpunargleði í verkunum sem þeir senda inn.“

Ljósmynda- og kvikmyndaflokkar Nikon Photo Contest 2016–2017 taka við umsóknum sem teknar eru með hvaða stafræna tæki sem er, þar með talið snjalltækjum¹, og kvikmyndum sem eru frá sex sekúndum upp í þrjár mínútur að lengd. Sigurvegarar Nikon Photo Contest 2016–2017 verða tilkynntir í júlí 2017 með verðlaunaafhendingu í Japan, heimkynnum Nikon Corporation².

Skráningartímabil

17. október 2016 til 27. janúar 2017 (lokað kl. 13:00 JST).

Frekari upplýsingar um umsóknir, flokka, dómnefndir og verðlaun má finna á http://www.nikon-photocontest.com/

¹ Innsent efni í flokknum „Nikon 100th Anniversary“ verður að vera tekið með búnaði frá Nikon
² Staðsetning og dagsetning liggja ekki fyrir að svo stöddu