Nikon Imaging | Ísland | Europe

17-08-2016

Flaggskip Nikon, stafræna SLR-myndavélin D500 á DX-sniði, hreppir EISA-verðlaunin

Amsterdam, Hollandi, 17. ágúst 2016: Nikon Corporation er mikil ánægja að kynna að stafræna SLR-myndavélin frá Nikon á DX-sniði, Nikon D500, hafi verið valin besta stafræna SLR-myndavélin fyrir neytendur og fagaðila í Evrópu 2016-2017 af samtökum ritstjóra tímarita um margmiðlunarefni í Evrópu (EISA).

Þetta eru þriðju stórverðlaunin sem D500-vélin hefur hlotið á þessu ári, í kjölfar verðlaunanna fyrir bestu D-SLR-myndavélina með APS-C-skynjara fyrir fagmenn 2016 frá TIPA og verðlaunanna Red Dot Award: Product Design 2016.

Umsagnir EISA um Nikon D500 – bestu stafrænu SLR-myndavélina fyrir neytendur og fagaðila í Evrópu 2016-2017

Hin margrómaða stafræna SLR-myndavél á DX-sniði frá Nikon, D500, sem skilar hraðri raðmyndatöku með um það bil 10 römmum á sekúndu*, hentar frábærlega til að taka myndir af hraðri atburðarás. Myndavélin er með öflugu 153 punkta AF-kerfi (99 krossskynjarar) sem tryggir nákvæma greiningu myndefnis, einkum þegar um er að ræða myndefni á hreyfingu. DX-myndflagan, með 20,9 milljónum virkra pixla, hefur verið endurhönnuð og tryggir framúrskarandi myndgæði. Staðlað hámarksljósnæmi er ISO 51200, sem gerir D500 einstaklega góða vél fyrir töku í lítilli birtu. Myndavélin er gæðasmíð og einstaklega þægileg í notkun, enda er hún með stórum, björtum leitara og snertiskjá að aftan sem hægt er að halla. Punkturinn yfir i-ið á þessari stórglæsilegu stafrænu SLR-myndavél er að hún getur tekið upp 4K-kvikmyndir og styður nýja SnapBridge-tengimöguleikann frá Nikon.

EISA eru samtök um það bil 50 tímarita í fremstu röð á sviði ljósmyndunar, kvikmyndunar, hljóðs, heimabíóbúnaðar og farsímabúnaðar frá 20 Evrópulöndum. Á ári hverju velur EISA bestu vörurnar sem koma á markaðinn í Evrópu undangengið ár, úr fjölda flokka á sviði myndvinnslu, hljóðtækni og fartækja.

* Áætluð rammatíðni á sekúndu fyrir fullhlaðna EN-EL15 Li-ion hleðslurafhlöðu ef notaður er samfellt stilltur AF, lokarahraði sem er 1/250 sek. eða hraðari og aðrar stillingar sjálfgefnar.