Nikon Imaging | Ísland | Europe

17-08-2016

Taktu æðislegar myndir og deildu þeim samstundis með nýju D3400 DSLR-vélinni frá Nikon

Amsterdam, Hollandi, 17. ágúst 2016: Nikon kynnir D3400, DSLR-vél á DX-sniði sem auðveldar þér að taka hágæða ljósmyndir – og deila þeim samstundis. D3400 er fyrsta DSLR-byrjendamyndavélin frá Nikon sem býður upp á SnapBridge¹ og er því fullkomin fyrir þá sem vilja færa sig úr skyndimyndum yfir í ljósmyndun og vilja líka geta deilt myndunum sínum á ferðinni.

SnapBridge frá Nikon notar Bluetooth® low energy-tækni (BLE)² svo myndavélin viðhaldi stöðugri lágorkutengingu við snjallsíma eða spjaldtölvu. Notendur D3400-vélarinnar geta samstillt ljósmyndir sjálfkrafa um leið og þær eru teknar, hvar sem þeir eru staddir. Taktu upp snjalltækið sem er parað við myndavélina og myndirnar eru þar, tilbúnar til dreifingar: ekkert vandamál og engin bið. Ljósmyndirnar koma á óvart. Myndirnar eru einstaklega skarpar þökk sé stórri 24,2 MP myndflögu á DX-sniði, öflugum EXPEED 4 örgjörva og NIKKOR-linsu. Notendur geta notið þess að taka frábærar myndir í lítilli birtu og andlitsmyndir með óskýrum bakgrunni. Víðfræga D-kvikmyndastillingin hjá Nikon auðveldar þér að taka upp myndskeið sem líkjast kvikmyndum. Jafnvel óreyndir kvikmyndatökumenn geta auðveldlega tekið upp kvikmyndir með tiltækri lýsingu og látið myndefnið skera sig úr fallega óskýrum bakgrunni með hraðri NIKKOR-linsu.

Jordi Brinkman, framleiðslustjóri hjá Nikon Europe, segir: „D3400 er spennandi viðbót við vinsælu D3000-línuna frá Nikon. Hún tekur í arf fyrsta flokks tækni frá dýrari útgáfum DSLR-myndavéla frá Nikon og viðheldur einfaldleikanum í notkun sem þessi lína af byrjendamyndavélum er þekkt fyrir. Sítengingin með SnapBridge gerir fólki kleift að taka „alvöru“ ljósmyndir og halda tengigetunni sem það er vant í snjallsímunum.“

Frekari eiginleikar

- Litla DSLR-myndavélin sem aldrei stoppar: hægt er að taka allt að 1200 myndir á einni hleðslu³, þökk sé lágorkuhönnun myndavélarinnar og öflugri rafhlöðunni.
Gæði í lítilli birtu: ISO 100–25600, aukning um eitt skref miðað við hæsta ISO sem D3300 býður upp á.
Leiðbeinandi stilling: stillingin sýnir þeim sem lítið þekkja til DSLR-ljósmyndunar hvernig á að stilla myndavélina til að ná fram frábærum ljósmyndum og kvikmyndum.
Yfirburðir DSLR-véla frá Nikon: einstakur hraði, nákvæmni og stjórn þökk sé hárnákvæmu sjálfvirku fókuskerfi (AF) og björtum optískum leitara.
D-kvikmyndir: tekur upp skýr myndskeið í fullri háskerpu með rammatíðni upp á allt að 50p/60p.
Sveigjanlegt kerfi: samhæft við allar NIKKOR-linsur á DX-sniði og Nikon-flöss sem eru sérlega auðveld í notkun.
Sett: D3400-myndavélin er seld með nokkrum útgáfum af settum sem innihalda myndavélarhúsið og eina eða tvær NIKKOR-linsur. Fangaðu hversdagslífið með fjölhæfum stöðluðum aðdrætti eða teygðu þig í átt að sjóndeildarhringnum með setti sem inniheldur AF-P-DX NIKKOR 70–300mm f/4.5–6.3G ED VR-linsuna. Sett sem innihalda AF-P NIKKOR-linsur henta vel fyrir kvikmyndatöku því linsurnar hafa fljótan og hljóðlátan fókus sem býður upp á skýra kvikmyndatöku þar sem nánast ekkert heyrist í drifinu.


¹ Þar sem D3400 styður ekki Wi-Fi eru eftirfarandi eiginleikar SnapBridge ekki í boði: fjarstýrð myndataka með snjalltæki, flutningur ljósmynda í upprunalegri stærð, flutningur kvikmynda.
²  Orðmerki og myndmerki Bluetooth® eru skráð vörumerki í eigu Bluetooth SIG, Inc. og hvers kyns notkun fyrirtækisins Nikon og hlutdeildarfélaga þess á slíkum merkjum er samkvæmt leyfi.
³ Samkvæmt CIPA-stöðlum, í stillingu fyrir staka mynd þegar Bluetooth® er ekki í notkun.