Nikon Imaging | Ísland | Europe

14-07-2016

Nýja MONARCH HG línan frá Nikon - háþróuðustu gerðirnar í sögu MONARCH-sjónauka

Amsterdam, Hollandi, 14. júlí 2016: Nýju MONARCH HG 8x42 og 10x42 sjónaukarnir, sem bjóða upp á mikla sjónfræðilega frammistöðu með skerpu kanta á milli og fallega náttúrulega liti í fyrirferðarlitlu húsi, skila bestu frammistöðu sem náðst hefur með MONARCH-sjónaukum.

Breitt sýnilegt sjónsvið (60,3˚ fyrir 8×42 og 62,2˚ fyrir 10×42) býður upp á tilkomumikla sýn á meðan sviðsfletjandi linsukerfi tryggir skarpa og skýra sýn alla leið að jaðri linsunnar.

Gler með mjög lítilli dreifingu (ED) leiðréttir litskekkju og býður upp á birtuskilaríka mynd í mikilli upplausn með náttúrulegri litprentun. Hágæða fjölhúðun er borin á allar linsur og prismu, ásamt einangrandi fjölhúðun á prismu með miklu endurkasti sem borin er á þakprismað. Þetta saman fær áorkað fádæma bjartri sýn, allt að 92% ljósgeislun eða meiri.

Rennileg hönnunin er fyrirferðarlítil og létt, sem gerir auðvelt að bera hana hvert sem þú ferðast, samt er húsið, sem er úr magnesíumblendi með rispuþolinni linsuhúðun, sterkt og endingargott. Löng augnfjarlægð tryggir skýrt sjónsvið, jafnvel þótt þú notir gleraugu, um leið og stillanlega gúmmíið utan um augngler auðveldi þér að staðsetja augun í réttri augnstöðu. Níturfyllt húsið gefur MONARCH HG sjónaukunum, sem eru tilvaldir fyrir allar athafnir utanhúss, yfirburða vatnsþétta frammistöðu niður á allt að 5 m dýpt í heilar 10 mínútur. Komið er í veg fyrir þokumyndun inni í sjónglerjakerfinu, jafnvel í umhverfi með lágum þrýstingi, allt að jafngildi 5.000 m hæðar yfir sjávarmál, svo þú sérð alltaf skýrt þegar þú þarft mest á því að halda.