Nikon Imaging | Ísland | Europe

12-05-2016

Nikon hlýtur TIPA-verðlaunin 2016 í þremur flokkum fyrir stafrænu SLR-myndavélarnar Nikon D5 og D500 auk SnapBridge

Amsterdam, Hollandi, 12. maí 2016: Nikon Corporation er mikil ánægja að tilkynna að þrjár af vörum þess hafa hlotið hin virtu TIPA-verðlaun 2016, kostuð af TIPA-samtökunum (Technical Image Press Association) sem eru alþjóðlega viðurkennd samtök sérfræðinga á sviði ljósmyndunar og myndvinnslu. Nikon D5 D-SLR-myndavélin var valin besta D-SLR-myndavélin fyrir atvinnumenn og krefjandi aðstæður, Nikon D500 var valin besta D-SLR-myndavélin með APS-C-skynjara fyrir fagmenn og SnapBridge-forritið var valið besta nýjungin á sviði myndvinnslu.

Bestu vörurnar á sviði ljósmyndunar og myndvinnslu sem komu á markað frá 1. apríl 2015 til 31. mars 2016 í ýmsum flokkum voru valdar sem handhafar TIPA-verðlaunanna 2016 með kosningu ritstjóra virtra tímarita á sviði myndavéla og ljósmyndunar um allan heim.

Frekari upplýsingar eru á vefsvæði TIPA-verðlaunanna 2016.

Umsagnir TIPA um Nikon D5 – bestu D-SLR-myndavélina fyrir atvinnumenn og krefjandi aðstæður

EXPEED 5 myndvinnsluvélin sem er innbyggð í D5 skilar litlu suði, nógu hraðri myndvinnslu fyrir 4K UHD-kvikmyndir og hraðri raðmyndatöku á u.þ.b. 12 ramma hraða á sekúndu (með AF/AE-eltifókus). Hægt er að taka allt að 200 14 bita taplaust þjappaðar RAW-myndir í einni myndaröð í raðmyndatöku. Nýi Multi-CAM 20K sjálfvirki fókusneminn er með mjög þéttriðnu neti fókuspunkta, alls 153 (99 eru krossskynjarar í miðjunni og á jöðrunum), sem ná yfir mjög breitt svæði rammans. Það sem meira er, hægt er að vista um það bil 8 megapixla JPEG-ljósmyndir úr 4K UHD-kvikmyndum auk þess sem D5 styður mesta ljósnæmi í sögu Nikon – ISO 102.400 – og þar sem AF-skynjunarsviðið byrjar við aðeins -4 EV er mögulegt að nota sjálfvirkan fókus á myndefni í lítilli birtu og með lítil birtuskil.

Umsagnir TIPA um Nikon D500 – bestu D-SLR-myndavélina með APS-C-skynjara fyrir fagmenn

Notkun nýju EXPEED 5-myndvinnsluvélarinnar og nýrrar CMOS-myndflögu á DX-sniði frá Nikon fyrir D500 skilar sér í mjög breiðu ljósnæmissviði – ISO 100–51.200, sem hægt er að auka í jafngildi ISO 1.640.000 (Hi 5). D500 skilar hraðri raðmyndatöku á allt að u.þ.b. 10 ramma hraða á sekúndu (með AF/AE-eltifókus) þar sem hægt er að taka allt að 79 14 bita óþjappaðar RAW-myndir í einni myndaröð. Auk ljósmynda styður D500 upptöku 4K UHD-kvikmynda (3840 × 2160)/30p, kvikmynda í fullri háskerpu og Time-lapse kvikmynda. Hún er búin 3,2 tommu u.þ.b. 2.360.000 punkta snertiskjá sem einfaldar myndskoðun og töku. Myndavélin getur vistað í raufar fyrir bæði XQD- og SD-minniskort samtímis og er samhæf við SnapBridge sem auðveldar hnökralausa tengingu myndavélarinnar við snjalltæki til að notendur geti flutt og deilt myndunum sínum.

Umsagnir TIPA um SnapBridge – bestu nýjungina á sviði meðhöndlunar mynda

SnapBridge auðveldar snurðulausa tengingu myndavélar og snjalltækis með góðri orkunýtingu Bluetooth Low Energy-tengingar. Þegar búið er að setja upp SnapBridge er hægt að flytja myndir um leið yfir í snjalltæki úr myndavélinni og hægt er að para hana við allt að fimm snjalltæki. Hægt er að flytja upprunalegar JPEG-myndir eða minni 2 MP JPEG-afrit (í fullri háskerpu) sjálfkrafa og vista í snjalltækjum meðan á töku stendur. Auk þess er hægt að láta fylgja tvenns konar upplýsingar, þar á meðal um höfundarrétt, tökuupplýsingar, athugasemdir og lógó. Einnig styður forritið fjarstýrða myndatöku úr snjalltækinu, sem gerir notendum kleift að ramma inn og forskoða myndir í rauntíma á skjá snjalltækisins, og með sumum myndavélum er jafnvel hægt að nota eiginleika á borð við sjálftakara.

Bluetooth®-orðmerkið og myndmerkin eru skráð vörumerki í eigu Bluetooth SIG, Inc. og öll notkun Nikon Corporation á slíkum merkjum er samkvæmt leyfi.