Nikon Imaging | Ísland | Europe

17-08-2016

Nikon kynnir fyrstu öflugu aðdráttarlinsurnar með nýjum AF-P skrefmótor

Amsterdam, Hollandi, 18. maí 2016: Nikon uppfærir framboð sitt af NIKKOR-linsum á DX-sniði með tveimur léttum og öflugum aðdráttarlinsum: AF-P DX NIKKOR 70-300mm f/4.5-6.3G ED VR og AF-P DX NIKKOR 70-300mm f/4.5-6.3G ED.

Þessar hröðu, hljóðlátu og nákvæmu linsur bjóða upp á frábæra leið til að kanna skapandi möguleika ljósmyndunar með aðdráttarlinsu. Hvort sem verið er að taka myndir af fjarlægu myndefni, ferðamyndir eða dýralífsmyndir færir fjölhæf 70–300 mm brennivíddin viðfangsefnið auðveldlega nær. Glereining með mjög lítilli dreifingu (ED) í báðum linsunum skilar myndum með líflegum litum og skýrum smáatriðum þar sem birtuskilin skila sér fullkomlega. Báðar linsur eru með nýja og sérlega hljóðláta AF-P skrefmótorinn frá Nikon, sem gerir þær tilvaldar til að taka bæði upp kvikmyndir og taka ljósmyndir. AF-P DX NIKKOR 70-300mm ED VR er búin titringsjöfnunartækni Nikon sem skilar skýrum og skörpum myndum, jafnvel þegar mesti aðdráttur er notaður í töku. Báðar linsurnar eru líka ótrúlega handhægar: Það er þægilegt að halda á þeim og jafnvægið er gott þegar þær eru notaðar með minni D-SLR-linsum* frá Nikon fyrir byrjendur. 

Jordi Brinkman, framleiðslustjóri hjá Nikon Europe, segir: „Nýju 70-300 mm AF-P NIKKOR-linsurnar eru frábær verkfæri fyrir ljósmyndara sem vilja prófa sig áfram í myndatöku með aðdrætti. Straumlínulöguð hönnun linsanna gerir þær léttar og svo eru þetta fyrstu aðdráttarlinsurnar með AF-P fókusmótornum frá Nikon.“

Skrefmótor

Skrefmótorinn frá Nikon tryggir hraðvirkan og snurðulausan sjálfvirkan fókus. Þegar aðdráttur er aukinn til að taka mynd birtist myndefnið í fókus hratt og auðveldlega. Við kvikmyndatöku auðveldar mótorinn snurðulausa færslu fókussins frá einu myndefni til annars, nánast án þess að nokkuð heyrist í drifinu, og tryggir þannig að kvikmyndin skemmist ekki vegna hljóðsins þegar linsan stillir fókus.

Einfalt að stjórna, létt að bera

Báðar þessar öflugu aðdráttarlinsur bjóða upp á þægilegri leið til að taka myndir fyrir þá sem eru að nota þær í fyrsta skipti. Notendur geta skipt á milli sjálfvirkrar og handvirkrar stillingar á fókus í valmynd myndavélarinnar**. Engir rofar eru á linsuhylkinu og því er engin hætta á að stillingum verði breytt fyrir slysni þegar komið er að því að taka myndina. Með þessum linsum er líka auðvelt að ferðast létt. AF-P DX NIKKOR 70-300mm f/4.5-6.3G ED vegur aðeins 400 g og AF-P DX NIKKOR 70-300mm f/4.5-6.3G ED VR vegur 415 g.

*Þessi linsa er samhæf við myndavélar í D3000-línunni frá og með D3300, myndavélar í D5000-línunni frá og með D5200 og myndavélar í D7000-línunni frá og með D7100. D500 er einnig samhæf. Hafa skal í huga að samhæfar myndavélar gætu þarfnast uppfærslu á fastbúnaði.
**Virkar aðeins með myndavélum í D3000-línunni frá og með D3300 og myndavélum í D5000-línunni frá og með D5200. Samhæfar myndavélar gætu þarfnast uppfærslu á fastbúnaði.