Nikon Imaging | Ísland | Europe

04-03-2016

Kynnum næstu kynslóð vatnsheldra PROSTAFF-sjónauka: Nikon kemur til skila gæðum á viðráðanlegu verði með PROSTAFF 3S

Amsterdam, Hollandi, 4. mars 2016: PROSTAFF 3S sjónaukinn er ákaflega fyrirferðarlítill og léttur. Hann er hannaður þannig að auðvelt sé að bera hann og er tilvalinn fyrir óformlegar aðgerðir utandyra, svo sem náttúruskoðun, leiðangra, gönguferðir eða íþróttaviðburði. Þunnt hús, höggþétt gúmmístyrking og þægilegt grip tryggja auðvelda meðhöndlun. Þar sem hann er vatnsheldur og móðulaus er hann hentugur fyrir allskonar veður.

PROSTAFF 3S er ekki einungis fádæma léttur - merkjanlega léttari en samkeppnisaðilarnir í sínum flokki - heldur er 10x42 gerðin með breiðara sjónsvið án þess að gera neinar málamiðlanir varðandi lengd augnfjarlægðar. Þetta gerir það að verkum finna hluti, sérstaklega þá sem eru á hreyfingu eins og villtir fuglar, mun auðveldara. Öruggu umhverfisvænu sjónglerin frá Nikon eru notuð í öllum linsum og prismum. Fjölhúðaðar linsur og prismahúðun með mikilli speglun tryggir skarpar, bjartar myndir. Snúa-og-renna gúmmíhetta sem auðveldar að rétta staðsetningu augans.

Með því að sameina yfirburða optíska frammistöðu, auðvelda meðhöndlun og flutningshæfni í pakka á mjög viðráðanlegu verði, hefur Nikon gert PROSTAFF 3S sjónaukann að hlut sem erfitt er að standast.

PROSTAFF 3S sjónaukinn er fáanlegur í tveimur stöðluðum gerðum, 42 mm í þvermál: 8x42 og 10x42.

Helstu eiginleikar:

• Sérstaklega léttir
• Silfurmálmhúðuð prismu með mikilli speglun til að auka birtu
• Fjölhúðaðar linsur
• Mikil augnfjarlægð tryggir skýrt sjónsvið, jafnvel fyrir þá sem nota gleraugu
• Snúa-og-renna gúmmíhetta með fjölþrepa stillingu sem auðveldar rétta staðsetningu augans
• Vatnsheldur (allt að 1m í 10 mínútur) og laus við móðu
• Gúmmístyrking til varnar höggum og þétt, þægilegt grip
• Vistvænt sjóngler (laust við blý og arsenik) er notað í allar linsur og prismu