Nikon Imaging | Ísland | Europe

05-01-2016

Nikon staðsetur myndavélina í miðju vistkerfis persónulegra tækja með nýju SnapBridge-tengigetunni.

SnapBridge, sem knúið er með hinni byltingarkenndu lágorku Bluetooth®, auðveldar snurðulausa samnýtingu sem alltaf er í gangi

Amsterdam, Hollandi, 5. janúar 2016: Það er Nikon Corporation sönn ánægja að kynna markaðssetningu SnapBridge gegnum lágorku Bluetooth – byltingarkennda nýjung sem býður upp á þráðlausa tengigetu við snjalltæki sem alltaf er í gangi. Nikon afhjúpaði þennan framsækna hugbúnað á CES® 2016 sem hluta af vegvísi sínum um nýjungar og nýsköpun.

Þetta skref, sem byggir á þeirri arfleifð Nikon að ganga skrefinu lengra í nýsköpun á sviði myndgerðar en allir aðrir, skapar enn og aftur ný viðmið vegna þess að Bluetooth-knúin tengigeta SnapBridge er snurðulaus, orkunýtin og býður ljósmyndurum upp á gnótt þægilegrar tengiþjónustu.

Þessi tækni er merki um áherslu Nikon á að byggja upp nýjungar á hugbúnaðarsviðinu og staðsetja myndavélina sem órjúfanlegan hluta vistkerfis persónulegra tækja. SnapBridge verður staðalbúnaður í næstum hverri einustu Nikon-myndavél frá og með árinu 2016.

„Myndir eru mjög mikið í miðju samskipta og myndavélin ætti líka að vera það. SnapBridge-nýjungin okkar tengir Nikon-myndavélar við persónuleg tæki fyrir stöðug samskipti. Þetta er sú breyting sem sannarlega felur í sér sköpun alþjóðlegs tungumáls ljósmyndunar“, sagði Tadashi Nakayama, varaforstjóri fyrirtækjasviðs og sviðsstjóri markaðssviðs myndrekstrareiningar Nikon Corporation.

SnapBridge gegnum Bluetooth-lágorku auðveldar stöðuga og tafarlausa færslu mynda úr myndavélinni yfir á snjalltæki um leið og myndirnar eru fangaðar í rauntíma, sem umbreytir ljósmyndun í félagslega tengda upplifun. Þetta ferli næst fram sjálfkrafa án þess að þurfa að virkja myndfærslu úr myndavélinni, um leið og það heldur orkunotkun beggja tækja í lágmarki. Notendur geta einnig haldið áfram að njóta getu farsíma til nettengingar meðan á myndfærslu stendur, sem gerir þeim kleift að athuga tölvupóst eða fara á félagsmiðla á meðan þeir samstilla ljósmyndirnar sínar.

Pörun Nikon-myndavéla og snjalltækja hefst með SnapBridge-forriti sem fæst fyrir iOS og Android TM hjá Apple AppStoreSM og GooglePlayTM*.
*Hægt verður að hlaða niður forriti beint af vefsvæði Nikon í Kína.

Helstu eiginleikar SnapBridge-forritsins

- Einföld, nýstárleg uppsetning til að para við snjalltæki
Hægt er að tengja Nikon-myndavélar með samþættu SnapBridge stöðugt við snjalltæki* þegar farsímaforritið hefur verið sett upp. Til hægðarauka þarf aðeins að samskipa tenginguna einu sinni, ólíkt fyrri Wi-Fi® færsluforritum sem útheimta nýja uppsetningu í hvert sinn sem tæki notanda er tengt. Ekki er lengur þörf á SSID og aðgangsorðauppsetningu sem venjulega er áskilin þegar tengt er í fyrsta sinn. Hægt er að para allt að fimm snjalltæki við myndavélina.
*Samhæft við iPhone® og /eða iPad® eða snjalltæki sem keyra á AndroidTM stýrikerfinu.

- Sjálfvirk samstilling upplýsinga um staðsetningu og tíma
SnapBridge-forritið tekur upplýsingar snjalltækis notanda um staðsetningu og tíma og samstillir myndavélina sjálfvirkt við þær, sem afléttir þörfinni á að breyta upplýsingum um dagsetningar og staðsetningu í myndavélinni handvirkt þegar ferðast er erlendis. Notendur geta byrjað að taka myndir um leið og þeir eru komnir án þess að þurfa að hafa áhyggjur af ónákvæmum stillingum staðsetninga og tíma, sem munu endurspeglast í myndagögnum þeirra.

- Snurðulaus færsla mynda, jafnvel meðan á myndatöku stendur
Ljósmyndarar geta skipt á milli möguleikans á að færa myndir sjálfvirkt meðan á myndatöku stendur eða eftir hana í valmynd myndavélarinnar. Myndavélin skiptir í fljótu bragði frá lágorku Bluetooth í Bluetooth til að færa gögnin, jafnvel þegar slökkt er á myndavélinni. Myndir eru færðar í snjalltæki sem 2-MP-myndir (full háskerpa) á JPEG-sniði. Einnig er hægt að færa upprunalegar JPEG-myndir.

- Tökuupplýsingar innfelldar
Hægt er að fella tökuupplýsingar inn í myndina á þægilegan hátt með SnapBridge-forritinu. Notendur geta valið allt að tvær tegundir upplýsinga, frá upplýsingum um höfundarrétt og mynd, til viðbótartexta og myndmerkja, sem hægt er að setja á myndina fyrir persónulega myndvörn og auðkenningu.

- Aðgerðir fjarstýringar meðan á myndatöku stendur
Fjarmyndatökuaðgerðir* SnapBridge-forritsins gera notendum kleift að staðfesta myndir-í-linsunni á skjá snjalltækis í rauntíma áður en smellt er af gegnum forritið. Til viðbótar er einnig hægt að stjórna aðdráttarstýringu og tímastilli myndavélar gegnum snjallsíma, sem býður upp á marga möguleika og meira frelsi meðan á myndatöku stendur.
*Fjarmyndataka er eingöngu möguleg með myndavélum sem hafa Wi-Fi uppsett.

- Snurðulaus deiling á félagsmiðlum og NIKON IMAGE SPACE
Snurðulaus deiling á félagsmiðlaforritum er studd í SnapBridge. Með skráðu Nikon-kenni geta notendur Nikon fengið ótakmarkaða netgeymslu fyrir 2-MP-myndir á NIKON IMAGE SPACE. Hægt er að samskipa myndir sem færðar eru í snjalltæki á 2-MP-sniði svo hægt sé að hlaða þeim sjálfvirkt upp á NIKON IMAGE SPACE-reikninginn úr SnapBridge-forritinu.