Nikon Imaging | Ísland | Europe

05-01-2016

Stórauknir tökumöguleikar með D5 – nýju og glæsilegu D-SLR-myndavélinni frá Nikon

Amsterdam, Hollandi, 5. janúar 2016: Nikon kynnir til sögunnar nýja D5-myndavél – D-SLR-myndavél með FX-sniði sem veitir jafnt fagmönnum sem vandfýsnum áhugamönnum um ljósmyndun aðgang að ótrúlegum krafti og hárfínni nákvæmni. Þessi myndavél er tilbúin að fara lengra en nokkurn gæti dreymt um.

D5-myndavélin er ríkulega búin tæknibúnaði sem skilar metnaðarfullum ljósmyndurum einstökum ljósmyndum og getur tekist á við hvaða áskorun sem er. Myndavélin er búin næstu kynslóð 153 punkta AF-kerfis, sem býður einstaklega breitt sjónarhorn, hvort sem verið er að mynda kappreiðar eða stjörnur á rauðum dregli. Hún er með mesta aukna ljósnæmi í sögu Nikon og getur því í raun fangað myndefni sem augað greinir ekki. Fyrir kvikmyndatökumenn sem vilja fara alla leið og lengra er nú einnig hægt að nota D-kvikmynd til að taka upp 4K UHD-kvikmyndir (í afar hárri upplausn) með myndavélinni.

Dirk Jasper, yfirmaður vörudeildar fyrir fagfólk hjá Nikon Europe, segir: „D5-vélin gerir manni kleift að fanga myndefnið betur en nokkru sinni fyrr og er endingarbetri en við höfum áður þekkt. Þessi myndavél er áreiðanlegur ferðafélagi fyrir ljósmyndara sem sækjast eftir flóknum og erfiðum tökuaðstæðum – þar sem aðeins gefst eitt tækifæri til að ná myndinni. D5-myndavélin býr yfir einstakri getu til að fanga myndefni og fagmenn á ýmsum sviðum ljósmyndunar munu njóta góðs af framúrskarandi notendaeiginleikum myndavélarinnar og hraðara verkflæði. Þessar úrbætur hafa allar verið gerðar með hliðsjón af upplýsingum frá ljósmyndurum og munu draga stórkostlega úr ýmsum streituvöldum sem geta fylgt atvinnuljósmyndun.“

Helstu eiginleikar

Næsta kynslóð AF-kerfis:: alls 153 fókuspunktar og 99 krossskynjarar. AF-næmi niður í -4 EV (ISO 100, 20 °C) tryggir einstök myndgæði í lítilli birtu. Auðvelt er að greina myndefni við jaðra sjónsviðsins og lóðrétt myndataka er stórlega bætt með notkun krossskynjara umhverfis jaðar fókussvæðisins. AF-kerfið er með nýrri AF ASIC-einingu sem tryggir kerfinu hámarksgetu til úrvinnslu myndgagna.

Nýjar ljósmælingar- og myndflögur: glæný 20,8 megapixla CMOS-myndflaga á FX-sniði og 180.000 pixla RGB-ljósmælingarflaga sem tryggja lygilega nákvæma greiningu myndefnis, þar sem hvert smáatriði fær að njóta sín. Blæbrigðaskipti eru fjölbreyttari og nákvæmari og nýja EXPEED 5 myndvinnsluvélin skilar myndgæðum sem ekki hafa áður þekkst hjá myndavélum með hefðbundið ISO-svið.

Afl og nákvæmni: hægt að mynda allt að 12 ramma á sekúndu með AE/AF-eltifókus, eða allt að 14 ramma á sekúndu með spegil upp. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á AF-eltifókus og skýrleika í leitara þegar teknar eru myndir af hröðum og ófyrirsjáanlegum atburðum.

Sérlega öflugt biðminni: Hægt er að fanga allt að 200 NEF (RAW)-myndir eða stórar JPEG-myndir í einni hraðri myndaröð – sem dugar til að mynda heilt 100 metra spretthlaup án þess að þurfa að taka fingurinn af afsmellaranum.

Magnað ljósnæmi – hvort sem myndað er í skæru sólarljósi eða við stjörnum prýdd ljósaskipti: til að komast eins langt og þörf krefur með ISO-sviði sem nemur 100 til 102.400 og má auka í jafngildi ISO 3.280.000 í Hi 5-stillingunni. Ótrúlega góð afköst þegar unnið er á hefðbundnu ISO-sviði.

4K/UHD-kvikmyndir í mikilli upplausn: Hægt er að taka upp 4K-kvikmyndir (3840 x 2160 pixla) með 30p/25p/24p með skurði á upprunalegum pixlum, punkt fyrir punkt, en þannig fást mestu mögulegu myndgæðin. Taktu kvikmyndir í fullri háskerpu (1080p) með allt að 50p/60p og á mörgum sniðum.

Myndataka á háhraða og ferfalt hraðari gagnaflutningur: ótrúlega hratt verkflæði með nýjum raufum fyrir tvöfalt XQD-minniskort, nýju USB 3.0-tengi fyrir háhraðaflutning á miklu gagnamagni og ferfalt hraðari þráðlausri tengingu og ethernet-tengingu.