Nikon Imaging | Ísland | Europe

18-11-2015

Þróun stafrænu SLR-myndavélarinnar Nikon D5

Amsterdam, Hollandi, 18. nóvember 2015: Nikon Corporation er mikil ánægja að tilkynna að fyrirtækið er nú að þróa stafrænu SLR-myndavélina D5, sem verður í fararbroddi næstu kynslóðar myndavélargerða með FX-sniði frá Nikon.

Nýi þráðlausi sendirinn WT-6 og flassið SB-5000, sem verður flaggskip flasslínunnar hjá Nikon, eru einnig í þróun.

Með þróun þessarar næstu kynslóðar frábærra myndavéla, sem bjóða upp á enn meiri gæði en áður, þessara háþróuðu fylgihluta ásamt glæsilegu úrvali NIKKOR-linsa sem þegar eru á markaðnum getur Nikon nú leitað enn fleiri tjáningarleiða í ljósmyndun en áður.
* Ítarupplýsingar varðandi markaðssetningardag og leiðbeinandi smásöluverð fyrir þessa vöru liggja ekki enn fyrir.