Nikon Imaging | Ísland | Europe

19-11-2015

NIKON SKAPAR HVERSDAGSÆVINTÝRI MEÐ ÞVÍ AÐ BREYTA BÍLASTÆÐUM Í HEILLANDI MYNDEFNI

Amsterdam, Hollandi, 19. nóvember 2015 – Nikon hjálpar ljósmyndurum að takast á við hið hvimleiða „vemödalen“ – að finna nýja og spennandi fleti á myndefni sem þegar hefur verið myndað mörg þúsund sinnum – með því að finna „hversdagsævintýrið“ og endurskilgreina ljósmyndun af myndefni sem þykir hversdagslegt og óspennandi.

Nikon D750-myndavélin er sérhönnuð til að hjálpa ljósmyndurum að uppgötva spennandi sjónarhorn á jafnvel hversdagslegasta myndefni og Nikon kallaði til fjóra frábæra ljósmyndara frá ólíkum heimshornum og bað þá að nota vélina til að umbreyta ofurvenjulegum bílastæðum í stórkostlegt myndsvið. Þetta fagfólk sýnir og sannar hvernig ljósmyndarar geta, með réttum búnaði, færni og nálgun, skapað stórkostlegan myndheim úr umhverfi sem gæti virst einstaklega leiðinlegt og óspennandi.

„Ein stærsta áskorun fyrir sköpunargáfu hvers ljósmyndara er að finna myndefni sem lætur verk hans skera sig úr fjölda annarra áþekkra mynda sem þegar eru til,“ segir Adrien Barakat, einn fjögurra virtra ljósmyndara sem koma að verkefninu. „Það er auðvelt að halda sig við hefðbundnari ljósmyndun, en ljósmyndari með sanna sköpunargáfu getur fundið sína eigin sögu í hvaða umhverfi sem er. Við höfum sýnt fram á að ljósmyndari sem kann á tæknina og gefur sér tíma til að skilja myndefnið og undirbúa tökuna vel getur umbreytt hversdagslegu umhverfi í ævintýraheim.“

Juan Jerez: Nikon D750, AF-S 24-70mm f/2.8E ED VR

Aaron Pegg: Nikon D750, AF-S NIKKOR 24mm f/1.4G ED

Valið á ljósmyndurunum byggðist á færni þeirra til að koma auga á fegurð í hlutum sem hafa takmarkað fagurfræðilegt gildi í hefðbundnum skilningi. Hver ljósmyndaranna túlkar verkefnið á sinn hátt. Þannig virðast myndir Alastairs Philips Wiper af afskekktum bílastæðum í Danmörku eins og kvikmyndalist og ljósmynd Aarons Pegg af ballettdansmey er mynd af hreyfingu sem hvetur augað til að greina ríkjandi línur og endapunkta í umhverfinu. Svissneski ljósmyndarinn Adrien Barakat vann út frá þeirri kenningu að allt geti verið myndefni og að hvert myndefni hafi sína sértæku hrynjandi. Það gerir hann með því að sýna hvernig hægt er að draga fram sérkenni bílastæðis með því að notfæra sér eðlislægan skort þess á séreinkennum og formgerð þess. Juan Jerez, sem býr og starfar í Frakklandi, leikur sér að ljósi og návist óvæntra hluta til að sýna okkur að fegurð myndar þarf ekki að vera háð myndefninu heldur felst í framsetningunni.

„Í gegnum áskorun Nikon reyndi ég að vera öðrum ljósmyndurum innblástur til að víkka mörk sköpunargáfu sinnar og um leið að þróa ljósmyndafærni sína enn frekar,“ segir Juan Jerez. „Fyrir mig var þetta tækifæri til að sýna fram á hvernig skapandi auga og tæknileg reynsla geta í sameiningu laðað fram fegurðina sem býr á stöðum sem flestir telja ómerkilega – ekki bara á bílastæðum.“

Alastair Philip Wiper: Nikon D750, AF-S NIKKOR 24-70mm f/2.8E ED VR

Adrien Barakat: Nikon D750, PC-E NIKKOR 24mm f/3.5D ED

Nikon slóst í för með Alastair Philip Wiper á tökustað í Kaupmannahöfn, til að fá innsýn „að tjaldabaki“ í nálgun hans á verkefnið. Hægt er að sjá afraksturinn á eftirfarandi tengli: https://youtu.be/a5FMiPf3W90

Nikon skorar nú á ljósmyndara í allri Evrópu að fylgja dæmi þeirra og deila nýjum myndum, innblásnum af verkefninu, með myllumerkinu #hversdagsaevintyri.

Við þetta verkefni notuðu ljósmyndararnir eftirfarandi Nikon-búnað: 

- Nikon D750
- PC-E NIKKOR 24mm f/3.5D ED
- AF-S NIKKOR 24mm f/1.4G ED
- AF-S NIKKOR 24-70mm f/2.8E ED VR

Um ljósmyndarana:

Alastair Philip Wiper: Alastair er enskur ljósmyndari og rithöfundur með aðsetur í Kaupmannahöfn. Hann heillast af öllu sem mannskepnan skapar og smíðar og beitir mannfræðilegri nálgun á myndefnið í ljósmyndun sinni til að leita uppi fegurðina sem oft leynist í óvæntum kimum mannlegs samfélags.

Juan Jerez: Juan er spænskur arkitekt og ljósmyndari sem starfar í París. Hann sérhæfir sig í sköpun mynda sem segja sögu, ekki með orðum heldur með ljósum, skuggum og formum sem færa okkur nýja leið til að sjá heiminn.

Aaron Pegg: Aaron er ljósmyndari sem býr og starfar í New York og byrjaði að ljósmynda mannlausar lestarstöðvar í heimaborg sinni í nóvember árið 2013. Myndir sem birtust á Instagram urðu honum innblástur til að taka upp myndavélina og „sýna þessar stöðvar í „hrárri útgáfu“, fanga ráðandi línur, dýptarskerpu og samleitni þeirra til að draga fram fegurð þeirra“.

Adrien Barakat: Adrien er svissneskur arkitekt og ljósmyndari. Í starfi sínu sem arkitekt hefur hann þjálfað með sér afar gagnrýna sýn, skilning á rými og sérstakt auga fyrir smáatriðum, sem nýtist honum vel til að laða fram fagurfræðilega eiginleika og styrkleika myndefnisins.