Nikon Imaging | Ísland | Europe

4.8.2015

Hraðari. Sterkari. Stöðugri. Við kynnum glænýja AF-S NIKKOR 24-70mm f/2.8E ED VR

Amsterdam, Hollandi, 4. ágúst 2015: Nikon uppfærir „heilaga þrenningu“ sína af hröðum aðdráttarlinsum með glænýrri AF-S NIKKOR 24-70mm f/2.8E ED VR. Ein vinsælasta aðdráttarlinsan fyrir atvinnumenn í NIKKOR-línunni hefur gengist undir allsherjar yfirhalningu og er nú hraðvirkari, sterkari og stöðugri en nokkru sinni fyrr.

Með því að bæta við titringsjöfnunarkerfi Nikon, nýrri linsubyggingu og sterkbyggðari hönnun hefur nýju lífi verið blásið í þessa margrómuðu linsu.

Zurab Kiknadze, vörustjóri í linsu-, aukabúnaðar- og hugbúnaðardeild Nikon Europe, segir: „24–70 mm linsan er hin eina sanna linsa fyrir dagleg störf atvinnuljósmyndarans. Nikon hefur bókstaflega betrumbætt alla hluta hennar – myndgæði, styrkleika í byggingu, hraða – ásamt því að auka stöðugleikann með titringsjöfnun (VR), allt til að koma til móts við atvinnumenn sem hafa sent athugasemdir til fyrirtækisins. Nýja AF-S NIKKOR 24-70mm f/2.8E ED VR linsan, sem er verðugur arftaki hinnar þekktu 24–70 mm f/2.8G linsu, mun uppfylla kröfur nútímaatvinnuljósmyndara með framúrskarandi gæðum.

Þó svo að núverandi 24–70 mm linsa (sem kynnt var með Nikon D3 árið 2007) sé enn höfð í miklum metum, er frammistaða nýju linsunnar jafnvel enn betri. Nýja linsuhönnunin felur í sér hálfkúpta ED-glereiningu sem er nýjung í NIKKOR-linsum. Einingin hefur verið hönnuð til að vinna gegn litskekkjum og ljósdraugum, dregur úr birturýrnun og gerir kleift að ná góðri upplausn við jaðra myndarinnar. Nýja titringsjöfnunarkerfið takmarkar hristing myndavélarinnar og leyfir ljósmyndaranum að taka myndir með allt að fjórum stoppum minni lokarahraða.¹ AF hefur einnig verið betrumbætt með SWM-mótornum (Silent Wave Motor) sem var sérstaklega hannaður af Nikon og er allt að 1,5 sinnum hraðari en SWM-mótorinn í 24–70 mm f/2,8G. Með því að bæta við rafsegulstýrðri ljósopsþynnu er séð til þess að linsan skilar stöðugri og nákvæmari lýsingu í hröðum myndaröðum sem dregur úr hættunni á skemmdum fyrir slysni með vélrænum rofabúnaði.

Chris McLennan: AF-S NIKKOR 24-70mm f/2.8E ED VR Nikon D4S

Nýja 24–70 mm linsan frá Nikon er tilbúin að takast á við allar þær þrekraunir sem fylgja margra ára daglegri notkun í atvinnumennsku. Linsuhönnunin er vissulega flókin með 20 einingum í 16 hópum og nanókristalhúð en Nikon hefur jafnframt styrkt byggingu linsunnar til að skapa sterkari vöru. Húddið sem fylgir með er lítilsháttar viðbót en afar mikilvæg. Smellaralæsingu var komið fyrir í dæld á linsunni til að koma í veg fyrir að smellarinn sé fjarlægður fyrir slysni eftir að Nikon hafði fengið athugasemdir um það frá atvinnuljósmyndurum. Linsan er að sjálfsögðu veðurþolin. Flúorhúðun sem er á linsueiningum að framan og aftan hrindir sérlega vel frá sér vatni, ryki og óhreinindum án þess að rýra myndgæðin. Húðin auðveldar einnig þrif á glerinu án þess að skemma yfirborð þess.

Chris McLennan: AF-S NIKKOR 24-70mm f/2.8E ED VR Nikon D4S

¹ Í venjulegri stillingu, byggt á CIPA-staðli.