Nikon Imaging | Ísland | Europe

4.8.2015

Nikon breytir landslaginu fyrir öflugar aðdráttarlinsur með nýju AF-S NIKKOR 200-500mm f/5.6E ED VR

Amsterdam, Hollandi, 4. ágúst 2015: Nikon kynnir glænýja aðdráttarlinsu og alveg nýtt viðmið fyrir fjölbreytni í öflugum aðdráttarlinsum. Með nýjustu tækni í linsugerð nær AF-S NIKKOR 200-500mm f/5.6E ED VR ótrúlegu drægi.

Hvort sem verið er að mynda villt dýralíf, fugla, flugvélar eða hraðskreiða íþróttaviðburði skilar þessi öfluga nýja linsa á FX-sniði frábærri aðdráttargetu. 200–500 mm sviðið býður upp á framúrskarandi drægi og stöðugt f/5,6 ljósopið sér fyrir samfelldum hraða og mýkt við stjórnun á dýptarskerpu yfir allt aðdráttarsviðið. Afköstin eru frábær, þökk sé linsubyggingunni sem samanstendur af 19 einingum í 12 hópum og felur í sér þrjár ED-glereiningar sem halda litskekkju í lágmarki. Sem lengsta aðdráttarlinsan með föstu ljósopi í núverandi NIKKOR-línu státar nýja NIKKOR 200–500 mm linsan einnig af nýjustu kynslóð Nikon af titringsjöfnunartækni (VR). Þetta magnaða kerfi býður upp á töku mynda þar sem lokarahraði er allt að 4,5 stoppum hægari og er með SPORT-titringsjöfnunarstillingu til að fanga hraða framvindu. Að auki býður sérhannaður SWM-mótor (Silent Wave Motor) frá Nikon upp á mikla AF-snerpu. Rafsegulstýrð ljósopsþynna skilar stöðugri AE-stýringu, jafnvel við hraða raðmyndatöku.

Zurab Kiknadze, vörustjóri í linsu-, aukabúnaðar- og hugbúnaðardeild Nikon Europe, segir: „Yfirleitt kosta öflugar aðdráttarlinsur heilmikið og margir ljósmyndarar telja sig knúna til að slá af gæðunum. Með þessari nýju 200–500 mm aðdráttarlinsu, sem er sú hagstæðasta hjá Nikon sem er yfir 300 mm, er kominn spennandi valkostur fyrir ljósmyndara sem vilja aukið drægi til að fanga myndefni í fjarlægð.“

AF-S NIKKOR 200-500mm f/5.6E ED VR heldur hefð Nikon á lofti þegar kemur að þróun á myndvinnslutækni. Með því að byggja nýlega þróuðu SPORT-titringsjöfnunarstillinguna inn í titringsjöfnunarkerfið verður linsan kjörin fyrir myndatökur á myndefni sem er á hreyfingu, s.s. fugla á flugi eða hraðaíþróttir. SPORT-titringsjöfnunarstillingin er frábær í aðstæðum þar sem ljósmyndarinn þarf að hliðra myndavélinni til að fanga myndefni. Stillingin er hönnuð til að skila stöðugri leitaramynd og með henni má ná sambærilegri rammatíðni í raðmyndatöku og þegar slökkt er á titringsjöfnun.

Craig Kolesky: AF-S NIKKOR 200-500mm f/5.6E ED VR Nikon D750

Fasta stærsta ljósopið er f/5.6 yfir allt aðdráttarsviðið og einnig má nota sjálfvirkan fókus þegar 1,4x margfaldari er notaður og festur við myndavél sem er samhæf við f/8.

AF-S NIKKOR 200-­500mm f/5.6E ED VR er með rofa á aðdráttarlásnum sem heldur honum föstum þegar hann er ekki í notkun og þrífót sem hægt er að taka af og hjálpar til við að halda linsunni stöðugri þegar notast er við þrífót. Linsunni fylgir einnig húdd sem hægt er að taka af og mjúk taska.