Nikon Imaging | Ísland | Europe

01-10-2015

Nikon setja nýtt viðmið með markaðssetningu 7x50CF WP GLOBAL COMPASS sjónaukans.

Amsterdam, Hollandi, 1. október 2015. Það er Nikon sönn ánægja að tilkynna um næstu kynslóð sjósjónauka fyrir atvinnumenn: Hina afar samkeppnishæfu 7x50CF WP GLOBAL COMPASS sjónauka.

Hinn nýi 7x50CF WP GLOBAL COMPASS sjónauki, sem bætir við hinn rómaða núverandi áttavitasjónauka með nýjustu tækni og nákvæmni, hefur að geyma áttavita með hnattrænu jafnvægi sem gerir þér kleift að staðfesta áttir nákvæmlega, sama hvar sem þú ert, bæði á norður- og suðurhveli jarðar.

Allir tæknilegir eiginleikar, þar með talið vatnsheld og sterkleg porro-prismubygging, mikil þægindi við áhorf og nýjasta sjónglerjakerfið, bjóða upp á sömu rómuðu gæðastaðla og núverandi gerð, 7x50CF WP Compass sjónaukanna frá Nikon.

Eins og hinn virti forveri hans, skarar 7x50CF WP GLOBAL COMPASS sjónaukinn fram úr öðrum sjónaukum með bjartri sýn, þökk sé fjölhúðuðu linsunum, 50 mm þvermáli hlutglers og breiðu sjónsviði.

Árangur og frammistaða á heimsmælikvarða þarf ekki að kosta alltof mikið; þessir framúrskarandi og sérlega faglegu sjósjónaukar bjóða aðlaðandi verð miðað við frammistöðu. Þar fyrir utan fylgir með, án aukagjalds, hagkvæm og gagnleg flotól sem kemur í veg fyrir að 7x50CF WP GLOBAL COMPASS sjónaukinn sökkvi.

Áttavitinn með hnattrænu jafnvægi nýtur góðs af því að vera upprunalega hannaður af Suunto. Suunto var stofnað árið 1936 þegar finnski ratleikjafrömuðurinn og verkfræðingurinn Tuomas Vohlonen fann upp aðferð til að fjöldaframleiða vökvafyllta áttavitann. Síðan þá hefur Suunto verið í fylkingarbrjósti í hönnun og nýsköpun íþróttaúra, kafaratölva og íþróttabúnaðar sem notaður er af ævintýramönnum um allan heim.

Helstu eiginleikar:

• 7x stækkun er sjóstaðall, með breiðri, stöðugri mynd til að leita uppi aðra báta, baujur og brúarnúmer, jafnvel í úfnum sjó
• Innbyggður hnattrænn áttaviti með lýsingu og kvarða til að mæla víddir eða fjarlægðir ef þú þekkir eitt gildið
• Breitt sjónsvið
• Snöggt, miðlægt fókuskerfi sem er einfalt í notkun
• Vatnsheldur (allt að 1m í 5 mínútur) og móðulaus með þéttihringjum og nitri
• Mikil augnfjarlægð tryggir skýrt sjónsvið, jafnvel fyrir þá sem nota gleraugu
• Fjölhúðaðar linsur til að fá bjartari myndir
• Gúmmístyrking til varnar höggum og þétt, þægilegt grip
• Ókeypis flotól fylgir með
• Þrífótur sem er samhæfður notkun valkvæða þrífótsins TRA-2 eða TRA-3