Nikon Imaging | Ísland | Europe

19/09/2013

Nikon kynnir fyrstu vatnsheldu og höggvörðu myndavélina með lausri linsu á markaðnum

Nikon kynnir í dag fyrstu vatnsheldu/höggþolnu myndavélina með lausri linsu¹ á markaðnum - fyrirferðarlitlu Nikon 1 AW1 kerfismyndavélina.


Nikon 1 AW1 er vatnsheld (á allt að 15 m dýpi)², höggþolin (úr allt að 2 m hæð)³, frostvarin (niður að -10°C), rykvarin⁴ og starfar fullkomlega, hvað sem náttúruöflin láta sér detta í hug. Um leið kynnum við tvær jafnglæsilegar vatnsheldar/höggþolnar/frostvarðar 1 NIKKOR AW-linsur sem gera kerfismyndavélinni kleift að fanga áhrifamestu augnablikin við hvaða aðstæður sem er. Hún sómir sér vel í samkvæmum líka. Smæð hennar gerir hana auðvelda í meðförum, hraðinn gerir manni kleift að bregðast fljótt við í miðri atburðarás og fágað útlitið vekur athygli hvar sem er. Þetta er myndavélin fyrir þá sem vilja geta tekið hágæðaljósmyndir og kvikmyndir bókstaflega hvar sem er.

Sala á NIKON 1 AW1 hefst 10 október 2013.

Lesa meira

 

¹ Rannsóknir Nikon á stafrænum myndavélum með lausum linsum sem fáanlegar eru frá 9. ágúst 2013.
² Innanhússprófanir hafa sýnt fram á að samkvæmt JIS/IEC flokki 8 (IPX8) eru þær vatnsheldar, með áfastri vatnsheldri 1 NIKKOR-linsu
³ Hefur staðist innanhússprófanir samkvæmt MIL-STD-810F Method 516.5: Shock standard, með áfastri vatnsheldri 1 NIKKOR-linsu. Ekki er hægt að ábyrgjast höggvörn þegar innbyggða flassið er uppi.
⁴ Innanhússprófanir hafa sýnt fram á að samkvæmt JIS/IEC flokki 6 (IP6X) eru þær rykvarðar, með vatnsheldri 1 NIKKOR-linsu áfastri.