Nikon Imaging | Ísland | Europe

06/08/2013

Nikon kynnir AF-S DX NIKKOR 18–140mm f/3.5–5.6G ED VR

Nikon kynnir í dag nýja DX-aðdráttarlinsu með aðdráttarsviði sem spannar allt frá minni aðdrætti upp í mikinn aðdrátt, er fyrirferðarlítil og búin titringsjöfnun.

Þetta er einstaklega fjölhæf linsa sem getur fangað víðfeðmt landslag, greint hárnákvæm smáatriði í myndefni í fjarlægð og tekið skarpar HD-kvikmyndir. Linsan er með 18–140 mm brennivídd, sem gefur frelsi til að mynda margs konar myndefni án þess að þurfa að skipta um linsu, og hentar því byrjendum í ljósmyndun sérlega vel. Hún er hagkvæm og handhæg og er því einstaklega góður kostur fyrir þá sem vilja ferðast létt en geta samt nýtt sér til fullnustu fjölbreytileg og spennandi ljósmyndafæri.

Sala á AF-S DX NIKKOR 18–140mm f/3.5–5.6G ED VR hefst 29 ágúst 2013.

Lesa meira