Nikon Imaging | Ísland | Europe

30-11-2011

Nikon kynnir nýtt Speedlight flass SB-910

Í dag kynnir Nikon viðbót við flass úrvalið með alveg nýju flaggskipi - SB-910. Það kemur í staðin fyrir hið virta SB-900 flass. SB-910, sem er hraðvirkt, alhliða og öflugt flass, með endurhönnuðum valmyndum og stýringum, breiðara aðdráttarbili og þremur tegundum lýsingar. Eins og fyrri gerð er SB-910 er i-TTL samhæft og býður upp á margvíslega möguleika fyrir myndatöku með flassið áfast á myndavélinni eða sem þráðlaust flass og einnig er SB-910 öflugt tæki fyrir atvinnumenn sem krefjast gæðalýsingar eins og í myndveri.

 

• i-TTL (snjallt TTL) Speedlight-flass fyrir atvinnumenn: samhæft við spegilmyndavélar á FX- og DX-sniði. Flassið sem er hluti af Nikon Creative Lighting System, býður upp á fullkomna stýringu á umfangi flassins.
• Styrkleikatala flass: 34 (STD)/39 (CW)/31 (EVEN) (FX-snið, ISO 100, m, við 35 mm)
Hámarks styrkleikatala: 54,5 (CW, FX-snið, ISO 100, m, við 135 mm)
• Miðjustillt, jöfn og stöðluð lýsing: Miðjustilltur hamur dregur lýsinguna að miðju rammans, sem er gagnlegt þegar verið er að nota aðdráttarlinsu. Jöfnunarhamur dreifir ljósinu jafnt yfir rammann, sem er gagnlegt þegar verið er að taka hópmyndir. Staðlaður hamur býður upp á staðlað jafnvægi á milli afls lýsingar og dreifingar ljóssins.
• Sjálfvirkur aðdráttur í mörgum þrepum nær yfir breitt 17-200 mm aðdráttarsvið.
• Endurbætt vinnuvistfræði fyrir innsæja notkun. Skartar stórum LCD skjá, skýrum valmyndakerfum, þægilega staðsettum stýringum og upplýstum hnöppum sem gera notkun við lélegar birtuaðstæður þægilegri.
• Sjálfvirk greining flögusniðs: þekkir sjálfkrafa myndavélar á FX- eða DX-sniði.
• Háhraða endurvinnslu tími, sem er 2.3 sekúndur, þegar verið er að nota LR6 NiMH rafhlöður.
• SF-aðstoðarljós: samhæft við Multi-CAM 3500 FX/DX AF flögueininguna.
• Möguleiki á að nota endurkastsflass: snýst um 180º lárétt og til hægri og til vinstri; hallar allt að 90º og niður í 7º.
• Hitavarnarkerfi: varar við of mikilli hitamyndun þegar verið er að nota flassið mjög mikið.
• Harðar hvítglóandi og flúrljósa litasíur fylgja með.
• Sjálfvirk síugreining: Speedlight aðlagar sjálfkrafa litahitastillingar viðfestrar myndavélar í samræmi við lit þeirrar síu sem notuð er.
• Fastbúnað er hægt að uppfæra gegnum geymslumiðilinn í viðfestu myndavélinni.

Sala á linsunni hefst 15. desember 2011.