Nikon Imaging | Ísland | Europe

06/05/2011

TIPA verðlaunar D7000 og COOLPIX P300

Nikon getur með stolti tilkynnt að D-SLR D7000 myndavélin og smámyndavélin COOLPIX P300 hafa hlotið TIPA verðlaunin (Technical Image Press Association) en myndavélarnar voru tilnefndar Besta D-SLR myndavélin fyrir lengra komna og COOLPIX P300 hlaut viðurkenninguna Besta almenna smámyndavél ársins.

TIPA eru leiðandi samtök ljósmyndablaða í Evrópu. Viðurkenningar þeirra eru valdar af 29 fremstu ljósmyndatímaritum í 13 Evrópulöndum og eru veittar ljósmyndabúnaði sem dómnefndin telur vera þann besta í sínum flokki hvað varðar heildargæði, afköst og kosti fyrir tiltekna notendur.