Nikon Imaging | Ísland | Europe

06/05/2011

Nikon kynnir nýja AF-S 50mm f/1.8G linsu

Mjög vinsæl linsa í vöruvali Nikon hefur nú verið leyst af hólmi með nýrri kynslóð - AF-S 50mm f/1.8G. Hámarks ljósop f1.8 gerir hina nýju Nikon 50mm linsu að frábærum kosti fyrir aðstæður þar sem birtuskilyrði eru slæm, eða þegar þörf er á lítilli skerpudýpt.

Með því að tvinna saman sígilda brennivídd, nýja optíska hönnun sem skilar framúrskarandi gæðum, sjálfvirkan skerpustillingarmótor og netta hönnun með lítilli þyngd, hefur Nikon framleitt linsu sem hreinlega ætti að eiga vísan stað í tösku allra ljósmyndara.

Linsan er seld með linsuskyggni HB-47 og mjúkum poka CL-1013. Linsan kemur í verslanir 2. júní.