Nikon Imaging | Ísland | Europe

2011-03-22

Fréttatilkynning vegna hamfaranna í Japan

Kl. 10:00 (CET), 22. mars 2011

Tilkynning: "Önnur tilkynning um áhrif risajarðskjálftans í norðaustur Japan"


Önnur tilkynning um áhrif risajarðskjálftans í norðaustur Japan - 22. mars 2011.


Nikon samsteypan vottar fórnarlömbum jarðskjálftans í Japan sína dýpstu samúð og samhryggist þeim einstaklingum og fjölskyldum sem þjást vegna hamfaranna. samhryggist þeim einstaklingum og fjölskyldum sem þjást vegna hamfaranna.


Forstjóri okkar leiðir það starf sem hrint var af stað þann 11. mars eftir jarðskjálftann en meðal annars voru settar upp neyðarhöfuðstöðvar til að bregðast við hamförunum. Þar söfnum við öryggisupplýsingum um starfsmenn okkar og könnum þann skaða sem framleiðslutækin hafa orðið fyrir með það fyrir augum að geta hafið starfssemi sem allra fyrst. Eftirfarandi upplýsingar eru uppfærsla á stöðumati vegna áhrifa jarðskjálftans á Nikon samsteypuna og framtíðarhorfur framleiðslu.

 

Það hryggir okkur mjög að nú þegar hefur verið staðfest að einn starfsmanna okkar hafi látið lífið hjá Sendai Nikon Corporation. Þá vitum við ennfremur ekki um afdrif þriggja starfsmanna í nágrenni Natori borgar í Miyagi sýslu.

Ein verksmiðja Nikon og sjö af dótturframleiðslufélögum okkar eru staðsett í Miyagi, Tochigi og Ibaraki sýslum sem allar eru á hamfarasvæðinu*. Starfssemi stöðvaðist á öllum þessu stöðum eftir jarðskjálftann.


Í Tochigi Nikon Corporation hófst starfssemi aftur á föstudag, þann 18. mars.


Í Sendai Nikon Corporation og í Miyagi þar sem Nikon Precision Co. er starfrækt (mæli- og rannsóknartæknistöð), er reiknað með að starfssemi hefjist að nýju í lok mánaðarins.

Starfssemi annarra starfsstöðva hófst 23. mars.


Jafnvel þótt starfssemi hafi hafist að nýju má búast við því að erfitt verði að mæta þörfum viðskiptavina þar sem ekki verður um fulla framleiðslugetu að ræða enda er hætta á skipulagðri myrkvun til að spara rafmagn og eins getur verið erfitt að fá nauðsynlega íhluti til framleiðslunnar frá samstarfsaðilum. Við munum að sjálfsögðu leggja hart að okkur til að komast yfir slíkar fyrirsjáanlegar hindranir en yrðum jafnframt þakklát fyrir ef aðstæður okkar mættu skilningi hjá viðskiptavinum.
Við fullvissum viðskiptavini mæli- og rannsóknartæknisviða, viðgerðaþjónustu og myndsviða um að við leggjum mikla áherslu á að tryggja sem bestan stuðning við endurbyggingu starfsstöðvanna sem hafa orðið fyrir tjóni vegna hamfaranna.

Við höldum áfram þeirri viðleitni okkar að meta bráðustu afleiðingar hamfaranna og skipulagðrar myrkvunar og hver áhrifin verða á fyrirtæki samsteypunnar og frammistöðu fyrirtækisins. Við munum tilkynna niðurstöðurnar um leið og ljóst er að mikilvægar breytingar verða á spánni.


* Staðsetning verksmiðja og dótturframleiðslufélaga
* Mito verksmiðja, Nikon Corporation : Mito,Ibaraki sýsla.
* Sendai Nikon Corporation : Natori, Miyagi sýsla.
* Miyagi Nikon Precision Co., Ltd. : Zao-machi, Katta-gun, Miyagi sýsla.
* Zao verksmiðja, Nikon-Trimble Co., Ltd. : Zao-machi, Katta-gun, Miyagi sýsla.
* Tochigi Nikon Corporation : Otawara, Tochigi sýsla.
* Tochigi Nikon Precision Co., Ltd. : Otawara, Tochigi sýsla.
* Kurobane Nikon Co., Ltd. : Otawara, Tochigi sýsla.
* Nasu Nikon Co., Ltd. : Nasukarasuyama, Tochigi sýsla.


Athugasemdir:
Nikon-Trimble Co., Ltd. er fyrirtæki sem beitir hlutdeildaraðferð við gerð reikningsskila.
Nasu Nikon Co., Ltd. er dótturfélag Nikon-Essilor Co., Ltd. er fyrirtæki sem beitir hlutdeildaraðferð við gerð reikningsskila.