Nikon Imaging | Ísland | Europe

Hvort sem þú ert á ferðalagi um heiminn eða að kanna staði í nágrenninu þarf myndavélin þín góða linsu sem hefur bæði getu og sveigjanleika til að ná ljósmyndum sem bera af við allar aðstæður.
Þættir á borð við breytilega birtu og veðurskilyrði skapa endalaus viðfangsefni og tækifæri fyrir ljósmyndara. En þótt þú sért á réttum stað og notir skapandi myndbyggingu nærðu aðeins takmörkuðum árangri ef þú ert ekki með réttu linsuna.
Einn ljósmyndari. Einn dagur. Fimm linsur. Nikon fékk spænska ljósmyndaranum Ibai Acevedo það verkefni að taka myndir á fimm mismunandi stöðum með fimm NIKKOR-linsum með fastri brennivídd á einum degi í heimaborg sinni, Barcelona. Nikon vildi sýna fram á hvernig linsa með fastri brennivídd gerir ljósmyndaranum kleift að sökkva sér ofan í viðfangsefnið og ná samspili við umhverfið þannig að út komi framúrskarandi ljósmyndir.

Hvítar strendur | AF-S NIKKOR 24mm f/1.4G ED

Á ströndinni er margt sem gleður augað og AF-S NIKKOR 24mm f/1.4G ED linsan er tilvalin fyrir þetta umhverfi. Gleiðhorn linsunnar fangar stemninguna og andrúmsloftið án bjögunar og skilar góðri skerpu jafnvel í mikilli birtu. Grunn dýptarskerpan gerði Ibai kleift að mynda strandvörðinn í skörpum fókus og setja sólhlífahafið fremst í rammanum í mjúka móðu.

Götulíf | AF-S NIKKOR 58mm f/1.4G

Hugsanlega áttu erfitt með að finna fallegt myndefni í miðri mannmergð, en til eru leiðir til að hefja sig yfir mannhafið með því að skoða hvað annað er hægt að taka inn í myndina. Ibai fann sér stöðu fyrir ofan fólkið til að bera saman mannþröngina á göngugötunni við rólegt umhverfið þar fyrir ofan. Þegar ljósmyndarinn var búinn að finna fullkomnu myndbygginguna setti AF-S NIKKOR 58mm f/1.4G punktinn yfir i-ið. Ljósop linsunnar skilaði einstakri dýptarskerpu sem gaf trjágöngunum glæsilega áferð og gerði bakgrunn myndarinnar óskýran.

Óhlutbundinn arkitektúr | AF-S NIKKOR 35mm f/1.4G

Þegar unnið er með arkitektúr er hægt að gera tilraunir með myndbyggingu og dýptarskerpu. AF-S NIKKOR 35mm f/1.4G skarar framúr með því að fanga í senn dýpt og gleiðhorn og skilar jafnframt miklum myndgæðum við myndatöku í lítilli birtu innandyra. Ólíkt þeim ótalmörgu myndum sem yfirleitt eru teknar af Sagrada Familia myndaði Ibai endurspeglun þessarar heimsfrægu kirkju í nálægu stöðuvatni. Linsan gerir að verkum að myndin lítur nánast út eins og málverk – þar sem gárurnar á vatninu og runnarnir mynda rammann.

Fullkomin andlitsmynd | AF-S NIKKOR 85mm f/1.4G

Eitt af því skemmtilega við ferðaljósmyndun er að segja sögur gegnum andlit. Í mörgum borgum eru gömul og sögufræg hverfi þar sem finna má áhugaverðan bakgrunn fyrir nærmyndir af andlitum. Gotneska hverfið í Barcelona bauð upp á fullkomið umhverfi til að sýna fram á hvers AF-S NIKKOR 85mm f/1.4G linsan er megnug.
Þessi linsa hentar einstaklega vel fyrir andlitsmyndir þar sem hún nær að fanga mjög skýr smáatriði. Með henni má beita mjúkum „bokeh“-áhrifum til að stýra athygli áhorfandans.

Sérstakt sólsetur | AF-S NIKKOR 50mm f/1.4G

Sólsetur er alltaf fallegt, en afar algengt í ljósmyndun. Þess vegna getur verið erfitt að fanga mynd sem sker sig úr milljónum annarra slíkra mynda. Ibai tók mynd af skemmtigarði þar sem horft er yfir fögru kirkjuna Temple Expiatori del Sagrat Cor. Hann tók mynd þar sem hann sat hátt uppi í einu af leiktækjum garðsins og náði bæði að fanga kirkjuna og dvínandi ljóma sólsetursins. AF-S NIKKOR 50mm f/1.4G gegndi lykilhlutverki í þessari mynd þar sem hún hentar einstaklega vel til myndatöku í lítilli birtu og lagar sig vel að breytilegri kvöldbirtunni.

Hvað ertu með í töskunni?

AF-S NIKKOR 24mm f/1.4G ED

AF-S NIKKOR 58mm f/1.4G

AF-S NIKKOR 35mm f/1.4G

AF-S NIKKOR 85mm f/1.4G

AF-S NIKKOR 50mm f/1.4G