Nikon Imaging | Ísland | Europe

Baráttan við „vemödalen“, að finna nýja og spennandi fleti á myndefni sem þegar hefur verið myndað mörg þúsund sinnum, er nokkuð sem allir ljósmyndarar hafa tekist á við.

Til þess að hjálpa ljósmyndurum að uppgötva spennandi sjónarhorn á jafnvel hversdagslegasta myndefni kallaði Nikon til fjóra frábæra ljósmyndara frá ólíkum heimshornum og bað þá að nota Nikon D750 til að umbreyta ofurvenjulegum bílastæðum í stórkostlegt myndsvið.

Þetta fagfólk sýnir og sannar hvernig ljósmyndarar geta, með réttum búnaði, færni og nálgun, skapað stórkostlegan myndheim úr umhverfi sem gæti virst einstaklega leiðinlegt og óspennandi.

Frekari upplýsingar eru í fréttatilkynningunni.