Nikon Imaging | Ísland | Europe

Að komast í gegnum ringulreiðina

„Að komast í gegnum ringulreiðina“ í Tókýó með NIKKOR alhliða aðdráttarlinsum

Næturlífið sem skartar neonljósum, skapar einstakt jafnvægi á milli hefðar og nútíma. Ótrúlegt borgarlandslagið gerir Tókýó að himnaríki fyrir ferðaljósmyndara.

Hún er einnig stærsta borg heims og fæðingarstaður Nikon, þannig að Nikon skoraði á hinn pólska ferðaljósmyndara Lukasz Palka að fanga kjarna og innsta eðli Tókýó-borgar - „að komast í gegnum ringulreiðina“ og einbeita sér að þeim þáttum sem gera Tókýó svo einstaka. 

Sjáðu hvernig alhliða NIKKOR-aðdráttarlinsur gerðu Lukasz kleift að einangra andartök í mjög hraðri atburðarás og taka ótrúlegar ljósmyndir sem sýna einstök smáatriði innan um ringulreiðina í höfuðborg Japans.

Lukasz Palka sagði um reynslu sína: „Sem ferðaljósmyndari leita ég að þolnum búnaði sem er til margra hluta nytsamlegur og sem tryggir að ég get tekið fjölbreyttar tegundir mynda með því að nota einungis eina myndavél og eina linsu. Tókýó býður upp á gríðarlega margar tegundir myndatöku, og sérhver þessara fjögurra linsa sem ég notaði til þessarar myndatöku gaf mér möguleika á því að komast í gegnum ringulreið þessarar ótrúlegu borgar og fanga þau lykilatriði borgarinnar sem gera hana svo sérstaka. Ljósmyndirnar urðu til endurspegla ástríðu mína; að gefa fólki innsýn inn í þessa ótrúlegu borg frá nýjum sjónarhóli.“

Lukasz tók myndir með D5, D500 og D7500 og notaði eftirfarandi alhliða NIKKOR-aðdráttarlinsur:

AF-S DX NIKKOR 18-300mm f/3.5-6.3G ED VR: þessi ofur-smáa göngu-linsa er fyrir þá sem vilja ferðast létt án þess að fórna myndgæðum. Titringsjöfnunarkerfið tryggir að linsan skili skýrum myndum jafnvel þótt ég sé að taka myndir fríhendis á aðdráttarenda sviðsins.

AF-S NIKKOR 24-120mm f/4G ED VR: Staðalbúnaðar aðdráttarlinsa fyrir sérhvern FX ljósmyndara með fjárhagsáætlun: Hún býður upp á margvíslega notkunarmöguleika og góða frammistöðu, jafnvel á háskerpumyndavélum. Þessi smáa linsa er með stöðugt f/4 ljósop og fjölbreytta 24-120 mm brennivídd, án meðan nanókristalhúðin dregur verulega úr áhrifum drauga og ljósdrauga.

AF-S NIKKOR 28-300mm f/3.5-5.6G ED VR: þessi öfluga FX aðdráttarlinsa getur auðveldlega skipt úr gleiðhorni yfir í aðdrátt. Kjörin, ef þú ert að kanna nýja borg og hefur einungis pláss fyrir eina linsu í græjutöskunni.

AF-S NIKKOR 80-400mm f/4.5-5.6G ED VR: þessi linsa er með vítt svið brennivíddar sem er kjörið fyrir landslagsmyndatöku. Hún skartar einnig titringsjöfnunarkerfi Nikon (VR) gerir þér kleift að taka myndir með allt að fjórum stoppum minni lokarahraða og þannig nást einstaklega skarpar og stöðugar myndir þegar tekið er fríhendis.