Nikon Imaging | Ísland | Europe

Sögur sem þarf að segja

Heimurinn er fullur af sögum sem þarf að segja. Sögum sem við víkjum okkur undan. Sögur sem láta okkur líða óþægilega eða ögra sýn okkar á heiminn. Við höfum tekið höndum saman með ljósmyndurum NOOR til að varpa ljósi á þessar sögur.

Þegar við sjáum kraftmikla, sjónræna sögu getum við ekki lengur forðast hana. Við getum ekki lokað augunum fyrir mannlegri þjáningu eða loftslagsbreytingum eða þörfinni fyrir sjálfbærari nálgun. Og þegar við getum ekki hunsað það, erum við neydd til að bregðast við. Þess vegna eru þetta sögurnar sem þarf að segja.

ANDREA BRUCE – „ÓÞÆGILEGT ORÐ: HREINLÆTISMÁL“

„Hreinlætismál og hægðir eru auðvitað viðkvæm mál. Eitthvað sem fæstir vilja tala um, hvað þá að einhver skrásetji þær. Og þess vegna er þetta svona stórt vandamál. Enginn talar um það.“

YURI KOZYREV – „UM ÓGÖNGURNAR SEM ÞJÓÐFLUTNINGAR TIL EVRÓPU VALDA“

„Með því að flytja fréttir af ógöngum flóttamanna eru fréttamenn að hjálpa til við að veita farandfólki auðkenni. Við erum að hjálpa til við að útrýma þeirri hugmynd að mannfjöldinn sé „nafnlaus ógn“ sem er að ná landi á ströndum Evrópu.“

FRANCESCO ZIZOLA – „EINS OG VIÐ VÆRUM TÚNFISKUR“

„Með „Eins og við værum túnfiskur“ langaði mig að hanna frásagnarleið sem byði upp á margþætta sýn á þá fornu og sjálfbæru aðferð að veiða túnfisk. Ég hef áhuga á að leggja til myndlíkingu af hinum eilífa ágreiningi á milli manns og náttúru - speglun á hroka mannsins.“