Nikon Imaging | Ísland | Europe

Samstarf við Nikon-NOOR

NOOR eru samtök starfandi fréttaljósmyndara og heimildaljósmyndara sem vilja auka vitund fólks um málefni sem eru efst á baugi í heiminum. Ljósmyndarar í samtökunum eru frá löndum um heim allan sem allir vinna að einstaklings- og samstarfsverkefnum.

Nikon og NOOR eru samstarfsaðilar á sviði verkefna og fræðslu

Nikon er stolt af langvarandi samstarfi sínu við NOOR-samtökin þar sem afar færir fréttaljósmyndarar vinna að því að mynda og fjalla um þau flóknu málefni sem steðja að heiminum í dag. Auk þess að styðja við víðtæk ljósmyndaverkefni NOOR eins og Matvæli í nærmynd (e. Food For Thought), rannsókn á birgðakeðju matvæla, starfar Nikon einnig með NOOR að fræðsluverkefnum með það að markmiði að hvetja upprennandi heimildaljósmyndara.

Námskeið Nikon-NOOR skólans eru haldin reglulega um alla Evrópu til að gefa upprennandi fréttaljósmyndurum kost á að starfa náið með fagmönnum og þróa hæfileika sína áfram. Þátttakendur fá yfirferð á myndamöppum sínum með kennara, læra nýjar aðferðir bæði við töku og eftirvinnslu og fá ráðleggingar frá fagmönnum um hvernig best er að finna rétta markaðinn fyrir sögur sínar.

NIKON-NOOR skólinn

Upprennandi fréttaljósmyndarar starfa með kennurum NOOR til að fara yfir myndamöppur, læra hvernig best er að raða myndum upp, auka færni sína í myndvinnslu og kynna sér frásagnartækni. Skólinn býður upp á persónulega kennslu ljósmyndara í tæknilegum atriðum og hvernig best er að fóta sig á alþjóðlega ljósmyndamarkaðinum. Hér gefst einstakt tækifæri til að öðlast þekkingu og stækka tengslanetið auk þess að þróa sína einstaklingsbundnu nálgun enn frekar.