Nikon Imaging | Ísland | Europe

SÝNDU UMHYGGJU FYRIR PLÁNETUNNI, FANGAÐU MORGUNDAGINN

Við hjálpum þér að sjá heiminn, en hvernig heim viltu sjá? Hjá Nikon erum við alltaf að ögra okkur sjálfum til að finna betri leið - hvort sem það er gegnum nýsköpun, sjálfbæra framleiðslu, eða fjölbreytni og meðtalningu hjá starfsfólki okkar og hvernig við eigum samskipti. Framtíðarsýn okkar er heimur þar sem andartökin og minningarnar sem þú fangar setja mark sitt, ekki aðeins á þessari lífstíð, heldur fyrir þær kynslóðir sem á eftir koma.

Nikon-NOOR-samstarfið

Án stuðnings okkar myndu mikilvægar sögur hverfa ósagðar. Þess vegna erum við svo stolt af langvarandi samstarfi okkar við NOOR-ljósmyndastofuna og -stofnunina. Það er samvinnuhópur brautryðjenda í heimildaljósmyndun sem veitir þeim varnarlausu rödd og beinir athyglinni að lífsnauðsynlegum málefnum sem lengi hafa verið hunsuð. Samstarfsaðilar okkar hjá NOOR eru sendiherrar Nikon, sem leita að sögum sem þarf að segja og hvetja nýja kynslóð fréttaljósmyndara gegnum Nikon-NOOR-skólann.

Evrópa - við erum öll í þessu saman

Um alla Evrópu erum við að hjálpa svæðisbundnu umhverfi og samfélögum. Við gerum þetta gegnum samstarf sem felur í sér kostun, framlög og þjálfun. Og það eru ekki bara fyrirtækisverkefnin sem gefa til baka - við hvetjum starfsmenn okkar til að gefa sinn tíma líka, til að hjálpa til við að gera löndin þeirra að hreinni, öruggari og vistvænni stöðum. Þegar við vinnum öll saman verðum við kraftmikið afl til breytinga.

Ferskar lausnir fyrir sjálfbæran heim

Við nálgumst sjálfbærni með þremur lykilaðferðum: Notum nýstárlega tækni til að takast á við áskoranirnar sem samfélagið stendur frammi fyrir, bregðumst við umhverfismálum með skilvirkari notkun auðlinda og minna kolefnisfótspori og styrkjum undirstöðu samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækisins með því að viðhalda fjölbreyttu starfsliði og aðfangakeðju með háum siðferðislegum stöðlum. Við leitum með virkum hætti að sjálfbærum lausnum á öllum sviðum rekstrar okkar.