Yfirlit

D7000 setur ný viðmið í sveigjanleika við myndsköpun með ótrúlega fjölbreyttu úrvali hátækni í furðanlega litlu húsi. Myndavélin er nógu sterkbyggð til að komast hvert á land sem er og nógu öflug til að þola hvaða aðstæður sem er, og nýstárlegir einleikar hennar uppfylla þarfir ljósmyndara til að þróa hæfileika sína frekar. Ef þú hefur ástríðu fyrir ljósmyndun er þetta D-SLR myndavélin fyrir þig.

 

16,2 megapixla CMOS-myndflaga á DX-sniði

Mikið ISO-ljósnæmi (100-6400) – hægt að auka í 25.600

EXPEED 2: Hugvitssamleg myndvinnsluvél frá Nikon

Endingargóð hönnun með topp og bakhlið úr magnesíumblöndu

Tvær SD-kortaraufar: SDXC-samhæfar

Ótrúlega skarpur 39-punkta sjálfvirkur fókus

Lykileiginleikar

16,2 megapixla CMOS-myndflaga með DX-sniði skilar líflegum myndum með skýrum litum, minna suði og mjúkum tónabreytingum.

Mikið ISO-ljósnæmi (100-6400) - hægt að auka upp í 25.600 með  Hi2-stillingunni. Býður upp á meiri lokarahraða sem skilar nákvæmum myndum með lágmarkssuði þegar teknar eru myndir af myndefni á hreyfingu eða í litlu ljósi. Skartar sjálfvirkri ISO-stillingu.

EXPEED 2 myndvinnsluvél: Fínstillir eiginleika myndavélarinnar til að skila framúrskarandi afköstum og hámarksmyndgæðum, með lágmarksorkunotkun.

Endingargóð hönnun: Skartar sterkri og léttri efri hlið og bakhlið úr magnesíumblöndu og innsigluðum samskeytum sem verja myndavélina gegn ryki og raka.

100% rammaumfang með um 0,94x stækkun einfaldar mynduppbyggingu.

Endingargóður lokari sem hefur verið prófaður með 150.000 smellum. Býður upp á nákvæma stjórnun á lokara og áreiðanleika með lokarahraða upp að 1/8000 og flasssamstillingu upp að 1/250.

Tvær raufar fyrir SD-minniskort: Aukinn sveigjanleiki í myndatöku. Notaðu annað kortið þegar það fyrra er fullt, eða vistaðu ljósmyndir á öðru og hreyfimyndir á hinu. SDXC-samhæft.

Skarpt 39-punkta sjálfvirkt fókuskerfi með níu krossskynjurum í miðjunni. Býður upp á hraðan og nákvæman sjálfvirkan fókus í öllum rammanum. Fjórar AF-svæðisstillingar, þar á meðal 3D-eltifókus AF, skila skörpum niðurstöðum hvort sem myndefnið er utan miðju, á hraðri hreyfingu eða hreyfir sig jafnvel á alveg ófyrirsjáanlegan hátt.

2016 pixla RGB-ljósmælingarskynjari býður upp á mjög nákvæma ljósmælingu sem tryggir hárrétta lýsingu og skilar nákvæmum gögnum til umhverfisstillingar myndavélarinnar, sem stillir lýsingu, sjálfvirkan fókus og hvítjöfnun andartaki áður en lokarinn smellir af, sem aftur skilar sér í skýrum myndum.

6 r/sek. í raðmyndatöku: Fangaðu hraða atburðarás með sex römmum á sekúndu.

Hröð svörun: Ræsist nær tafarlaust og seinkun á opnun lokara er um það bil 0,052 sekúndur.

D-hreyfimyndir – í mikilli upplausn (1920 x 1080): Sérstakur upptökuhnappur gerir þér kleift að taka tafarlaust fallegar HD-hreyfimyndir í mikilli upplausn. AF-F stilling tryggir stöðugan fókus í töku og hægt er að tengja hljóðnema við myndavélina til að taka upp hljóð í víðómi. Einfaldar klippiaðgerðir gera þér kleift að klippa hreyfimyndir í myndavélinni.

Stór 7,5 cm (3 tommu) og 920.000 punkta LCD-skjár með hárri upplausn og styrktu gleri sem auðvelt er að lesa af helstu upplýsingar um myndavélina og breyta myndum og hreyfimyndum.

 

Tæknilýsing

GerðStafræn spegilmyndavél
LinsufestingNikon F-festing (með AF-tengi og AF-snertum)
Sýnilegt hornU.þ.b. 1,5 x brennivídd linsu (Nikon DX-snið)
Virkir pixlar16,2 milljónir
Myndflaga23,6 x 15,6 mm CMOS-flaga; heildarfjöldi pixla: 16,9 milljónir
RykvörnHreinsun á myndflögu, samanburðarmynd fyrir rykhreinsun (Capture NX-D hugbúnaður nauðsynlegur)
Myndastærð (pixlar)4.928 x 3.264 [L]; 3.696 × 2.448 [M]; 2.464 × 1.632 [S]
Geymsla – skráarsniðNEF (RAW): 12 eða 14 bita, þjappað án þess að gögn glatist eða þjappað. JPEG: Samræmist JPEG-Baseline með lítilli þjöppun (u.þ.b. 1:4), venjulegri þjöppun (u.þ.b. 1:8) eða mikilli þjöppun (u.þ.b. 1:16 ) (stærðarforgangur); þjöppun fyrir bestu gæði í boði. NEF (RAW) + JPEG: Myndir eru vistaðar bæði á NEF (RAW)- og JPEG-sniði
Picture Control-kerfiStandard (staðlað), Neutral (hlutlaust), Vivid (líflegt), Monochrome (einlitt/svarthvítt), Portrait (andlitsmynd) og Landscape (landslag); hægt er að breyta valdri Picture Control stillingu; geymsla fyrir sérstilltar Picture Control stillingar
GeymslumiðlarSD (Secure Digital), SDHC og SDXC minniskort
Tvöföld kortaraufRauf 2 er notuð þegar aðalkortið er fullt, til að vista öryggisafrit eða vista afrit með NEF + JPEG; hægt er að afrita myndir á milli minniskorta
SkráakerfiDCF (Design Rule for Camera File System) 2.0, DPOF (Digital Print Order Format), Exif 2.3 (Exchangeable Image File Format for Digital Still Cameras), PictBridge
LeitariSpegilleitari með fimmstrendingi
Umfang rammaU.þ.b. 100% lárétt og 100% lóðrétt
StækkunU.þ.b. 0,94 x (50mm f/1,4 linsa við óendanleika, -1,0 m-1)
Augnstaða19,5 mm (-1,0 m-1)
Stilling díoptríu-3 til +1 m-1
FókusskjárMattur BriteView skjár af gerð B Mark II með reitum fyrir sjálfvirkan fókus (hægt er að birta rammanet)
SpegillHröð lokun
Forskoðun á dýptarskerpuÞegar ýtt er á forskoðunarhnapp dýptarskerpu er ljósop linsu stöðvað við það gildi sem notandinn (A- og M-stilling) eða myndavélin (aðrar stillingar) velur
Ljósop linsuRafstýrt með tafarlausri lokun
Samhæfar linsurDX NIKKOR: Allar aðgerðir studdar. AF NIKKOR af gerð G eða D: Styður alla eiginleika (PC Micro-NIKKOR styður ekki tiltekna eiginleika); IX-NIKKOR linsur eru ekki studdar. Aðrar AF NIKKOR: Styður alla eiginleika nema 3D litafylkisljósmælingu II; linsur fyrir F3AF eru ekki studdar. AI-P NIKKOR: Allar aðgerðir studdar nema 3D litafylkisljósmæling II. Aðrar gerðir en CPU: Hægt að nota í A- og M-stillingum; litafylkisljósmæling og birting á ljósopsgildi studd ef notandi færir inn linsugögn (aðeins AI-linsur); hægt að nota rafrænan fjarlægðarmæli ef hámarksljósop er f/5.6 eða hraðara
Tegund lokaraRafstýrður lóðréttur brenniflatarlokari
Lokarahraði1/8000 upp í 30 sek. í 1/3 eða ½ EV skrefum, b-stilling, tími (þráðlaus ML-L3 fjarstýring er nauðsynleg), X250
Samstillingarhraði flassinsX = 1/250 sek.; samstillt við lokara á 1/320 sek. eða hægar (drægi flassins minnkar þegar hraðinn er á bilinu 1/250 og 1/320 sek.)
TökustillingarS (stök mynd), CL (hæg raðmyndataka), CH (hröð raðmyndataka), Q (smellt af hljóðlega), (sjálftakari), (fjarstýring), MUP (spegill upp)
Rammafærslutíðni1 til 5 r/sek. (CL) eða 6 r/sek. (CH) (viðmiðunarreglur CIPA)
Sjálftakari2 sek., 5 sek., 10 sek., 20 sek.; 1–9 myndir með millibilinu 0,5, 1, 2 eða 3 sek.
TökustillingarFjarstýring með hraðri svörun og seinkun, spegill settur upp með fjarstýringu
LjósmælingTTL-ljósmæling með 2016 pixla RGB-flögu
LjósmælingaraðferðFylki: 3D litafylkisljósmæling II (linsur af gerð G og D); litafylkisljósmæling II (aðrar CPU-linsur); litafylkisljósmæling í boði fyrir linsur án CPU ef notandi færir inn upplýsingar um linsuna. Miðjusækin: 75% vægi er í 8 mm hring í miðju rammans. Hægt er að breyta þvermáli hringsins í 6, 10 eða 13 mm eða byggja vægi á meðaltali alls rammans (læst á 8 mm þegar linsur án CPU eru notaðar). Punktur: Mælir 3,5 mm hring (u.þ.b. 2,5% rammans) miðað við valinn fókuspunkt (fókuspunktinn í miðjunni þegar linsa án CPU er notuð)
Ljósmælingarsvið (ISO 100, f/1.4 linsa, 20 °C/68 °F)Fylkisljósmæling eða miðjusækin ljósmæling: 0 til 20 EV. Punktmæling: 2 til 20 EV (samsvarar ISO 100, f/1,4 linsa, 20°C/68°F)
Tengi fyrir ljósmæliSameinað CPU og AI
StillingAuto (sjálfvirk; sjálfvirk (slökkt á flassi)), Scene (umhverfi) (Portrait (andlitsmynd), Landscape (landslag), Child (barn), Sports (íþróttir), Close up (nærmynd), Night portrait (næturmynd), Night landscape (landslag um nótt), Party/indoor (veisla/innandyra), Beach/snow (strönd/snjór), Sunset (sólarlag), Dusk/dawn (ljósaskipti/dögun), Pet portrait (gæludýramynd), Candlelight (kertaljós), Blossom (blóm), Autumn colors (haustlitir), Food (matur), Silhouette (skuggamynd), High key (ljósblær), Low key (dökkblær), sjálfvirkt kerfi með sveigjanlegri stillingu (P), sjálfvirkur forgangur lokara (S), sjálfvirkur ljósopsforgangur(A), handvirkt (M), U1 (notandastillingar 1), U2 (notandastillingar 2)
Leiðrétting á lýsingu-5 til +5 EV í skrefunum 1/3 eða 1/2 EV
Frávikslýsing2 til 3 rammar í skrefunum 1/3, 1/2, 2/3 eða 1 EV
LýsingarlæsingLýsing læst á ákveðnu gildi með AE-L/AF-L hnappinum
ISO-ljósnæmiISO 100 til 6400 í skrefunum 1/3 eða 1/2 EV; einnig hægt að stilla á u.þ.b. 0,3, 0,5, 0,7, 1 eða 2 EV (jafngildi ISO 25.600) yfir ISO 6400; sjálfvirkt ISO-ljósnæmisstýring í boði (æskilegur lýsingarstuðull)
Virk D-lýsingAuto (sjálfvirkt), Extra High (mjög hátt), High (hátt), Normal (venjulegt), Low (lágt) eða Off (slökkt)
ADL-frávikslýsing2 rammar með völdu gildi fyrir einn ramma eða 3 rammar með forstilltum gildum fyrir alla ramma
Sjálfvirkur fókusNikon Multi-CAM 4800DX með sjálfvirkum fókus og TTL-fasaskynjun, fínstillingu, 39 fókuspunktum (með 9 krossskynjurum) og AF-aðstoðarljósi (svið u.þ.b. 0,5 til 3 m/1 fet 8 tommur til 9 fet 10 tommur)
Skynjunarsvið-1 til +19 EV (jafngildi ISO 100, 20°C /68°F)
LinsumótorSjálfvirkur fókus(AF): Einstilltur AF (AF-S); samfellt stilltur AF; sjálfvirkt val á AF-S/AF-C (AF-A); eltifókus sem verður virkur sjálfkrafa eftir stöðu myndefnis. Handvirkur fókus (M): Hægt er að nota rafrænan fjarlægðarmæli
FókuspunkturHægt að velja úr 39 eða 11 fókuspunktum
AF-svæðisstillingEins punkts AF, 9, 21 eða 39 punkta AF með kvikum svæðum, 3D-eltifókus, sjálfvirk AF-svæðisstilling
FókuslæsingHægt er að læsa fókus með því að ýta afsmellaranum hálfa leið niður (einstilltur AF) eða ýta á hnappinn AE-L/AF-L
Innbyggt flassSjálfvirkt flass sem sprettur sjálfkrafa upp. Hnappur til að opna flass
StyrkleikatalaU.þ.b. 39 /12, 39/12 með handvirku flassi (fet/m, ISO 100, 68°F/20°C)
Flassstýring TTL: i-TTL jafnað fylliflass og staðlað i-TTL flass fyrir stafræna spegilmyndavél sem notar 2016 pixla RGB-flögu eru í boði með innbyggðu flassi og SB-900, SB-800, SB-700, SB-600 eða SB-400 (iTTL jafnað fylliflass er í boði þegar fylkisljósmæling eða ljósmæling með miðjuforgangi er notuð). Sjálfvirkt ljósop: Fæst með SB-900/SB-800 og CPU-linsu. Sjálfvirkt án TTL: Þau flöss sem eru studd eru m.a.SB-900, SB-800, SB-28, SB-27 og SB-22S. Handvirkt flass með fjarlægð í forgangi: Fæst með SB-900, SB-800 og SB-700 linsu
Flassleiðrétting-3 til +1 EV í skrefunum1/3, 1/2 eða 1 EV
Frávikslýsing með flassi2 til 3 rammar í skrefunum 1/3, 1/2, 2/3, 1 eða 2 EV
FlassvísirLýsir þegar innbyggða flassið eða aukaflassbúnaður, t.d. SB-900, SB-800, SB-700, SB-600, SB-400, SB-80DX, SB-28DX eða SB-50DX, eru fullhlaðin; blikkar í um 3 sekúndur þegar flassið hefur skotið á fullum styrk
AukabúnaðartengiISO 518 tengiskór með samstillingar- og gagnatengjum og öryggislás
Nikon-ljósblöndunarkerfi (CLS)Þráðlaus flassbúnaður er studdur með innbyggðu flassi, SB-900, SB-800, SB-700 eða SU-800 lýsingarkerfi sem stýriflassi og SB-900, SB-800, SB-700, SB-600 eða SB-R200 sem fjarstýrðum; sjálfvirk FP-háhraðasamstilling og forskoðun á ljósi studd með öllum CLS-samhæfum flassbúnaði nema SB-400; sending litaupplýsinga fyrir flass og FV-læsing studd með öllum CLS-samhæfum flassbúnaði
SamstillingartengiAS-15 millistykki fyrir samstillingartengi (fáanlegt sér)
HvítjöfnunSjálfvirk (tveir valkostir), Incandescent (glóðarperulýsing), Fluorescent (flúrljós, 7 valkostir), Direct Sunlight (sólarljós), Flash (flass), Cloudy (skýjað), Shade (skuggi), handvirk forstilling (hægt að vista upp í 5 gildi) og lithitastilling (2500K til 10.000K); fínstilling möguleg fyrir alla valkosti; myndaröð með fráviki á hvítjöfnun: 2 til 3 rammar í 1, 2 eða 3 þrepum
Myndataka með skjá - linsumótorSjálfvirkur fókus(AF): Einstilltur AF (AF-S); stöðugur sjálfvirkur fókus (AF-F). Handvirkur fókus (M)
Myndataka með skjá - AF-svæðisstillingAF-andlitsstilling, gleitt AF-svæði, venjulegt AF-svæði, eltifókus á myndefni
Myndataka með skjá - sjálfvirkur fókusAF-birtuskilanemi hvar sem er í ramma (myndavél velur fókuspunkt sjálfkrafa þegar AF-andlitssnið eða AF-eltifókus er valinn)
Kvikmynd – ljósmælingTTL-ljósmæling með aðalmyndflögu
Kvikmynd – ljósmælingaraðferðFylki
Kvikmynd – rammastærð (pixlar) og rammatíðni[NTSC] 1280 x 720/24 r/sek., 640 x 424/24 r/sek., 320 x 216/24 r/sek. 1280 × 720 (30p); 30 (29,97) r/sek. 1280 × 720 (24p); 24 (23,976) r/sek. 640 × 424 (30p); 30 (29,97) r/sek. [PAL] 1920 × 1080 (24p); 24 (23,976) r/sek. 1280 × 720 (25p); 25 r/sek. 1280 × 720 (24p); 24 (23,976) r/sek. 640 × 424 (25p); 25 r/sek.
Aðrir valkostirU.þ.b. 20 mínútur
Kvikmynd – skráarsniðMOV
Kvikmynd – kvikmyndaþjöppunH.264/MPEG-4, háþróuð kóðun hreyfimynda
Kvikmynd – hljóðupptökusniðLínulegt PCM
Kvikmynd – hljóðupptökutækiInnbyggður hljóðnemi (mónó) eða tengdur hljóðnemi (víðóma), næmi er stillanlegt
SkjárAllur ramminn og smámyndaspilun (4 , 9 eða 72 myndir eða dagatal) með aðdrætti í spilun, spilun hreyfimynda, skyggnusýning, ljós svæði, stuðlaritsskjá, sjálfvirkur snúningur á mynd og myndatexti (allt að 36 stafir)
USBHáhraða USB
Flutningur myndefnisNTSC, PAL. Hægt að birta myndir á ytra tæki á meðan kveikt er á myndavélarskjánum
HDMI-úttakLítið HDMI-tengi (gerð C); skjárinn á myndavélinni slekkur á sér þegar HDMI-snúra er tengd við hana
AukabúnaðartengiMC-DC2 fjarstýringarsnúra (seld sér), GP-1 GPS-tæki (selt sér)
HljóðtengiLítið steríótengi (3,5-mm í þvermál)
Studd tungumálArabíska,danska, enska, finnska, franska, hollenska, indónesíska, ítalska, japanska, kínverska (einfölduð og hefðbundin), kóreska, norska, pólska, portúgalska, rússneska, spænska, sænska, taílenska, tékkneska, tyrkneska
RafhlaðaEin EN-EL15 Li-ion hleðslurafhlaða
RafhlöðupakkiMB-D11 rafhlöðubúnaður með einni EN-EL15 Li-ion hleðslurafhlöðu eða sex R6/AA alkalí, NiMH eða litíum rafhlöðum
StraumbreytirEH-5a straumbreytir; þarf að nota með EP-5B snúrutengi (selt sér)
Skrúfgangur fyrir þrífótarfestingu1/4 tommur (ISO 1222)
Mál (B x H x D)U.þ.b. 132 x 105 77 mm
ÞyngdU.þ.b. 690g myndavélahús, u.þ.b. 780 g með rafhlöðu og minniskorti en án loks á húsi
Umhverfisaðstæður við notkun – hitastigHitastig: 0-40°C/32-104°F; rakastig: Minna en 85% (engin þétting)
 

Sett

D7000 18-105VR Kit

Alhliða linsubúnaður. InniheldurD7000 myndavél og öfluga AF-S DX NIKKOR 18-105 mm VR linsu með 5,8x aðdráttar og titringsjöfnun sem dregur úr áhrifum hristings á myndavélinni.

D7000 16-85VR Kit

Afkastamikill gleiðhornslinsubúnaður. InniheldurD7000 myndavél og sveigjanlega AF-S DX NIKKOR 16-85 mm VR linsu með 5,3x aðdrátt, gæðasjóngler og titringsjöfnun sem dregur úr áhrifum hristings á myndavélinni.

D7000 18-200VR II kit

Öflugur aðdráttarlinsubúnaður. Hentar bæði tignarlegu landslagi og fjarlægu myndefni. Inniheldur D7000 myndvélina og DX NIKKOR 18-200mm VR II linsu með 11,1x aðdrætti og aðra kynslóð titringsjöfnunarkerfis Nikon sem dregur úr áhrifum hristings á myndavélinni.