Fjölmiðlar

2. júlí 2015 - Amsterdam | Hollandi

Nikon býður upp á léttari öflugan aðdrátt með nýju linsunum AF-S NIKKOR 600mm f/4E FL ED VR og AF-S NIKKOR 500mm f/4E FL ED VR

Amsterdam, Hollandi, 2. júlí 2015 Nikon kynnir í dag tvær nýjar og öflugar aðdráttarlinsur sem eru þær léttustu í flokki sambærilegra linsa: AF-S NIKKOR 600mm f/4E FL ED VR og AF-S NIKKOR 500mm f/4E FL ED VR.¹

Lesa meira
24/6/2015 - Amsterdam | Hollandi

Abandoned Places: Nikon og UrbEx-ljósmyndarinn David de Rueda mynduðu minnisvarða um fortíð Evrópu

Amsterdam, Hollandi, 24. júní 2015 – Nikon hefur í samstarfi við borgarljósmyndarann David de Rueda hafið leit að yfirgefnum og lítt þekktum stöðum í Evrópu með það í huga að mynda þá í fyrsta sinn. Hlutir á borð við brak af Douglas DC-3 flugvél og tvö löngu gleymd sovésk geimför eru hluti af þessu myndaverkefni Nikon sem kallast Project Spotlight: Abandoned Places. Ferðalag David tók sex vikur og náði yfir níu lönd þar sem hann leitaði uppi minnisvarða um fortíð Evrópu – og lagði sérstaka áherslu á kaldastríðstímabilið og kjarna Sovétríkjanna fyrrverandi.

Lesa meira
2/7/2015 - Amsterdam | Hollandi

Á fyrsta farrými með nýju AF-S DX NIKKOR 16–80mm f/2.8–4E ED VR-linsunni

Amsterdam, Hollandi, 2. júlí 2015 Nikon kynnir í dag glænýja og öfluga aðdráttarlinsu á DX-sniði. Linsan NIKKOR DX 16–80mm f/2.8–4 er búin allri nýjustu tækni og er ótrúlega nett og handhæg, enda er hún þróuð fyrir ljósmyndara sem gera miklar kröfur til ljósmyndabúnaðar.

Lesa meira
29/4/2015 - Amsterdam | Hollandi

Nikon sýnir að „mynd segir meira en þúsund orð“ – Ljósmyndarar sýna ævintýri í nýju ljósi, í aðeins fjórum myndum

Amsterdam, 29. apríl 2015 – Nikon hefur fengið þrjá áræðna ljósmyndara til að færa sönnur á gamla máltækið að „mynd segi meira en þúsund orð“. Í þessu ljósmyndaverkefni er varpað nýju ljósi á þrjú ævintýri sem hvert og eitt er sagt í aðeins fjórum myndum teknum með Nikon D5500.

Lesa meira
9/4/2015 - Amsterdam | Hollandi

Nikon gerir það gott á TIPA-verðlaununum 2015 með viðurkenningum fyrir D810, D5500 og COOLPIX P610

Amsterdam, Hollandi, 9. apríl 2015 – Nikon tilkynnti í dag að þrjár af vörum fyrirtækisins hefðu hlotið viðurkenningar á TIPA-verðlaununum 2015 (Technical Image Press Association).

Lesa meira
2/4/2015 - Amsterdam | Hollandi

Nikon 1 J4, Nikon 1 S2 og COOLPIX S6900 vinna „red dot award: product design 2015“

Amsterdam, Hollandi, 2. apríl 2015 – Nikon er ánægja að tilkynna að þrjár vörur fyrirtækisins hafa hlotið hin virtu verðlaun „red dot award: product design 2015“, sem kostuð eru af Design Zentrum Nordrhein Westfalen í Þýskalandi. Nikon 1 J4 og Nikon 1 S2, háþróaðar myndavélar með lausum linsum, og fyrirferðarlitla stafræna COOLPIX S6900 myndavélin hlutu allar viðurkenningu fyrir gæði og hönnun.

Lesa meira
2/4/2015 - Amsterdam | Hollandi

Ný Nikon 1 J5 myndavél með lausum linsum sem sker sig úr fjöldanum

Amsterdam, Hollandi, 2. apríl 2015 Í dag bætir Nikon myndavélinni Nikon 1 J5 við vörulínu fyrirferðarlítilla Nikon 1 myndavéla með lausum linsum. Þessi nýja Nikon 1 myndavél státar af tökuhraða á heimsmælikvarða, frábærum myndgæðum og 4K-kvikmyndaupptöku og hjálpar notandanum að ná betri tökum á ljósmyndun á methraða.

Lesa meira
25/3/2015 - Amsterdam | Hollandi

Sigurvegarar fyrstu kvikmyndahátíðarinnar Nikon European Film Festival tilkynntir

Amsterdam, Hollandi, 25. mars 2015 – Nikon kynnir í dag sigurvegara fyrstu kvikmyndahátíðarinnar Nikon European Film Festival, í samstarfi við óháðu kvikmyndasamtökin Raindance og margverðlaunuðu ítölsku leikkonuna og leikstjórann Asia Argento. „Voiceless – Stop the Bullies“ eftir Jagjeet Singh, Bretlandi, hlýtur fyrstu verðlaun. Hann fær að launum Nikon D810-kvikmyndabúnað og einnar viku ferð til tengslamyndunar á kvikmyndahátíðina í Cannes í maí 2015, þar sem allur kostnaður er greiddur.

Lesa meira