Persónuverndarlýsing

Persónuverndarlýsing nikon europe

Í þessari persónuverndarlýsingu útskýrum við hvernig við söfnum og notum persónuupplýsingar þínar. Þessi persónuverndarlýsing gildir um allar persónuupplýsingar sem við söfnum um þig þegar þú pantar, kaupir eða notar vörur og þjónustu okkar, heimsækir vefsvæði okkar, notar þjónustuver okkar eða átt önnur samskipti við Nikon. Nikon virðir friðhelgi einkalífsins og viðurkennir að vinnsla persónuupplýsinga á lögmætan og réttan hátt sé mikilvægur hluti af samfélagslegri ábyrgð og lýsir því yfir að það muni leitast við að vernda persónuupplýsingar. Þessi persónuverndarlýsing er hluti af persónuverndaryfirlýsingu Nikon Group. Hún gildir um þig (héðan í frá „þú“, „þig“ o.s.frv.), hvort sem þú ert tilvonandi, núverandi eða fyrrverandi viðskiptavinur og/eða birgir, og um notkun þína á vörum og þjónustu okkar, vefsvæðum okkar, eða um önnur viðskipti þín við Nikon Europe BV. Í þessari persónuverndarlýsingu munum við útskýra hvernig við vinnum persónuupplýsingar þínar. Þess vegna hvetjum við þig til að lesa þessa lýsingu vandlega.

Nikon Europe BV, Burgerweeshuispad 101, 1076 ER Amsterdam, Hollandi, þar sem Nikon er með höfuðstöðvar sínar í Evrópu (héðan í frá Nikonvið okkur o.s.frv.) er hluti af Nikon Group. Hér í Hollandi tekur Nikon helstu ákvarðanir um tilgang og aðferðir við vinnslu upplýsinga viðskiptavina í Evrópu. Við berum ábyrgð á söfnun og notkun persónuupplýsinga þinna sem lýst er í þessari persónuverndarlýsingu.

Ef þú vilt nýta réttindi þín, á borð við rétt þinn til aðgangs, að leiðrétta, eyða, takmarka, andmæla eða flytja persónuupplýsingar þínar eða til að afturkalla samþykki þitt, eða ef þú hefur einhverjar spurningar um vinnslu persónuupplýsinga þinna, getur þú haft samband við okkur með þeim leiðum sem greinir í þessari persónuverndarlýsingu.